Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2014 19:09 Ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir Norðmenn alltaf hafa litið svo á að greitt yrði fyrir 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum. Samkvæmt samningum eigi að greiða fyrir byssurnar í lok þessa árs og þess næsta. Ekki verði upplýst um önnur vopnaviðskipti landanna að ósk íslenskra stjórnvalda. Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og talsmanni norska hersins hefur ekki borið saman um hvort 250 hríðskotabyssur frá norska hernum sem komu hingað til lands í febrúar voru seldar eða gefnar til Landhelgisgæslunnar. Forstjórinn og nokkrir aðrir starfsmenn Gæslunnar komu öðru sinni fyrir Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í gær vegna málsins og að þeim fundi loknum sagði forstjórinn. „Ef að gefandinn hefur skipt um skoðun þá nær það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ sagði Georg í gær. Fréttastofan spurðist fyrir um málið á skrifstofu Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra Noregs og fékk svör frá Birgitte Frisch sérstökum ráðgjafa hennar í dag þar sem segir: „Frá norskum bæjardyrum séð var alltaf um sölu að ræða á hríðskotabyssunum sem fluttar voru til Íslands. Hvað varðar síðustu sölu á 250 MP-5s hríðskotabyssum verður íslenskum stjórnvöldum sendur reikningur í lok árs 2014 og aftur í lok árs 2015, samkvæmt samningi og áður gerðum gagnkvæmum samningum,“ segir sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans. Þú fullyrtir engu að síður í fjölmiðlum á dögunum að þetta væri gjöf og þið hefðuð skilið það þannig. Voruð þið þá aldrei með neina pappíra í höndunum frá norskum yfirvöldum um að svo væri? „Við höfum staðið í áratuga samstarfi við Norðmenn. Mjög góðu samstarfi og mjög rausnarlegu samstarfi af þeirra hálfu. Þegið af þeim ýmis konar gjafir og þjónustu í gegnum árin sem eru mun verðmætari og mikilsverðari en þessi gjöf og í ljósi þeirra samskipta máttum við ætla að farið yrði með þetta eins og verið hefur,“ segir Georg. Og vísaði þar m.a. til vopna sem Gæslan fékk frá Norðmönnum árið 2011. Fréttastofan spurði norska varnarmálaráðuneytið einnig út í fyrri vopnasamskipti þjóðanna. „Að beiðni íslenskra stjórnvalda mun norska varnarmálaráðuneytið á þessu stigi máls ekki greina nánar frá flutningi annarra vopna til Íslands,“ segir Birgitte Frisch. Hafið þið óskað eftir því við Norðmenn að þeir skýri þetta út með formlegum hætti? Hvort um gjöf eða sölu sé að ræða? „Við höfum ekki enn stofnað til neinnra formlegra umræða við Norðmenn um þessi mál. Enda hreinlega ekki bara gefist tími til þess. En við munum væntanlega á næstu dögum eða vikum ræða við Norðmenn um framhald þessa máls,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir Norðmenn alltaf hafa litið svo á að greitt yrði fyrir 250 hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan fékk frá norska hernum. Samkvæmt samningum eigi að greiða fyrir byssurnar í lok þessa árs og þess næsta. Ekki verði upplýst um önnur vopnaviðskipti landanna að ósk íslenskra stjórnvalda. Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og talsmanni norska hersins hefur ekki borið saman um hvort 250 hríðskotabyssur frá norska hernum sem komu hingað til lands í febrúar voru seldar eða gefnar til Landhelgisgæslunnar. Forstjórinn og nokkrir aðrir starfsmenn Gæslunnar komu öðru sinni fyrir Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í gær vegna málsins og að þeim fundi loknum sagði forstjórinn. „Ef að gefandinn hefur skipt um skoðun þá nær það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ sagði Georg í gær. Fréttastofan spurðist fyrir um málið á skrifstofu Ine Eriksen Søreide varnarmálaráðherra Noregs og fékk svör frá Birgitte Frisch sérstökum ráðgjafa hennar í dag þar sem segir: „Frá norskum bæjardyrum séð var alltaf um sölu að ræða á hríðskotabyssunum sem fluttar voru til Íslands. Hvað varðar síðustu sölu á 250 MP-5s hríðskotabyssum verður íslenskum stjórnvöldum sendur reikningur í lok árs 2014 og aftur í lok árs 2015, samkvæmt samningi og áður gerðum gagnkvæmum samningum,“ segir sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans. Þú fullyrtir engu að síður í fjölmiðlum á dögunum að þetta væri gjöf og þið hefðuð skilið það þannig. Voruð þið þá aldrei með neina pappíra í höndunum frá norskum yfirvöldum um að svo væri? „Við höfum staðið í áratuga samstarfi við Norðmenn. Mjög góðu samstarfi og mjög rausnarlegu samstarfi af þeirra hálfu. Þegið af þeim ýmis konar gjafir og þjónustu í gegnum árin sem eru mun verðmætari og mikilsverðari en þessi gjöf og í ljósi þeirra samskipta máttum við ætla að farið yrði með þetta eins og verið hefur,“ segir Georg. Og vísaði þar m.a. til vopna sem Gæslan fékk frá Norðmönnum árið 2011. Fréttastofan spurði norska varnarmálaráðuneytið einnig út í fyrri vopnasamskipti þjóðanna. „Að beiðni íslenskra stjórnvalda mun norska varnarmálaráðuneytið á þessu stigi máls ekki greina nánar frá flutningi annarra vopna til Íslands,“ segir Birgitte Frisch. Hafið þið óskað eftir því við Norðmenn að þeir skýri þetta út með formlegum hætti? Hvort um gjöf eða sölu sé að ræða? „Við höfum ekki enn stofnað til neinnra formlegra umræða við Norðmenn um þessi mál. Enda hreinlega ekki bara gefist tími til þess. En við munum væntanlega á næstu dögum eða vikum ræða við Norðmenn um framhald þessa máls,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira