Þorsteinn rétthafi lénsins DV.is: "Vonandi hefur hann gert þetta fyrir mistök“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2014 17:47 Jón Trausti fer fram á það við Þorstein að hann svari fyrir sig. vísir/anton „Ég hef sent Þorsteini bréf þar sem ég bið um útskýringu á því af hverju hann hefur fært lénið DV.is yfir á sitt eigið nafn,“ segir Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri DV og núverandi hluthafi. Sú breyting hefur verið gerð á skráningu vefsíðunnar DV.is að lénið er nú skráð á Þorstein Guðnason, stjórnarformann DV, en ekki á DV ehf. Með öðrum orðum er vefsíðan ekki lengur í eigu einkahlutafélagsins heldur Þorsteins. „Vonandi hefur hann gert þetta fyrir mistök því mér finnst þetta mjög alvarlegt mál.“ Jón Trausti spyr einnig Þorstein hvort hann hafi greitt fyrir lénið þar sem vefurinn er það verðmætasta innan DV. „Þetta er þriðji stærsti vefur landsins og nú er búið að flytja frá DV.is yfir á einstakling. Ég veit að sumir hluthafar hafi áhyggjur af þessu og það eðlilegt að hann svari fyrir þetta.“ Samkvæmt upplýsingum um skráningu léna á vefsíðunni ISNIC.is var síðasta breyting á skráningarskírteini DV.is gerð þann 10. október síðastliðinn. Nú er Þorsteinn einnig skráður sem greiðandi að léninu. DV.is er stærsta eign DV ehf. Þorsteinn vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann fyrr í dag.Uppfært klukkan 18:11 „Það stóð aldrei til að breyta því að DV ehf er rétthafi DV.is lénsins. Það þurfti að breyta um tæknilegan tengilið og greiðanda fyrir lénið í skráningunni hjá Isnic vegna mannabreytinga á DV í haust. Eitthvað skolaðist til í þeirri umskráningu. Verið er að kippa þessu í liðinn og skrá DV ehf sem rétthafa lénsins,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson í tölvupósti sem hann sendi til fréttastofu undir kvöld. Tengdar fréttir Þorsteinn nú rétthafi lénsins DV.is DV.is er ekki lengur í eigu DV ehf. 5. nóvember 2014 16:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Ég hef sent Þorsteini bréf þar sem ég bið um útskýringu á því af hverju hann hefur fært lénið DV.is yfir á sitt eigið nafn,“ segir Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri DV og núverandi hluthafi. Sú breyting hefur verið gerð á skráningu vefsíðunnar DV.is að lénið er nú skráð á Þorstein Guðnason, stjórnarformann DV, en ekki á DV ehf. Með öðrum orðum er vefsíðan ekki lengur í eigu einkahlutafélagsins heldur Þorsteins. „Vonandi hefur hann gert þetta fyrir mistök því mér finnst þetta mjög alvarlegt mál.“ Jón Trausti spyr einnig Þorstein hvort hann hafi greitt fyrir lénið þar sem vefurinn er það verðmætasta innan DV. „Þetta er þriðji stærsti vefur landsins og nú er búið að flytja frá DV.is yfir á einstakling. Ég veit að sumir hluthafar hafi áhyggjur af þessu og það eðlilegt að hann svari fyrir þetta.“ Samkvæmt upplýsingum um skráningu léna á vefsíðunni ISNIC.is var síðasta breyting á skráningarskírteini DV.is gerð þann 10. október síðastliðinn. Nú er Þorsteinn einnig skráður sem greiðandi að léninu. DV.is er stærsta eign DV ehf. Þorsteinn vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann fyrr í dag.Uppfært klukkan 18:11 „Það stóð aldrei til að breyta því að DV ehf er rétthafi DV.is lénsins. Það þurfti að breyta um tæknilegan tengilið og greiðanda fyrir lénið í skráningunni hjá Isnic vegna mannabreytinga á DV í haust. Eitthvað skolaðist til í þeirri umskráningu. Verið er að kippa þessu í liðinn og skrá DV ehf sem rétthafa lénsins,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson í tölvupósti sem hann sendi til fréttastofu undir kvöld.
Tengdar fréttir Þorsteinn nú rétthafi lénsins DV.is DV.is er ekki lengur í eigu DV ehf. 5. nóvember 2014 16:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira