BBC með þátt um Fiskistofu og heilbrigðiskerfið í vinnslu Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2014 13:07 Tökulið Eòrpa ræðir við Björn Jónsson, lögfræðing á Fiskistofu. Mynd/Atli Rúnar Halldórsson „Þeir voru að fjalla um flutning Fiskistofu og læknaverkfallið, hvernig komið er fyrir heilbrigðiskerfinu eftir hrunið,“ segir Anna Lísa Björnsdóttir, starfsmaður hjá bókaútgáfunni Guðrúnu sem nýlega aðstoðaði lið frá BBC við tökur hér á Íslandi. „Þeir gerðu þátt um hrunið árið 2008 og síðan þá hafa þeir komið öðru hvoru og skoðað hvernig Ísland er að fást við eftirleik hrunsins.“ Anna Lísa segir að tökulið fréttaskýringarþáttarins Eòrpa hafi komið hingað í lok síðasta mánaðar og verið í eina viku. Þátturinn hefur verið á dagskrá BBC Alba frá árinu 1993 en stöðin er skosk stöð BBC þar sem töluð er gelíska. „Þátturinn svipar til Landans en fjallar um Evrópumál. Anna Lísa segir að tökuliðið hafi skipulagt þáttinn í kringum fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. „Innslagið um heilbrigðiskerfið kom eiginlega þannig til að ég sendi þeim grein sem Anna Sigríður Arnardóttir skrifaði um hvað hún hafi verið heppin að greinast með brjóstakrabbamein árið 2014 en ekki 2015. Þeir ákváðu því að lengja dvölina til að fjalla um heilbrigðiskerfið líka.“ Í innslaginu um heilbrigðiskerfið ræddi tökuliðið við Önnu Sigríði og Helga Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum, heilbrigðisráðherra og formann Félags almennra lækna. „Innslagið fjallaði um læknaskort á Íslandi og ástæður þess að ungir læknar hiki við að koma aftur heim til Íslands eftir sérnám.“Tengja allt við skosku eyjarnar Anna Lísa segir að í innslaginu um Fiskistofu hafi verið rætt við tvo starfsmenn stofnunarinnar, sjávarútvegsráðherra, bæjarstjórana í Hafnarfirði og á Akureyri og svo fasteignasala á Akureyri. „Þar var eingöngu fjallað um þennan fyrirhugaða flutning. Auðvitað var komið inn á deilurnar um flutninginn, óánægju starfsfólks, en þeir koma mikið að mikilvægi þess að allt landið sé í byggð. Þeir tengja allt sem þeir gera við skosku eyjarnar. Þeir eru með þann vinkil. Ef eitthvað væri til dæmis flutt frá Glasgow og út í eyjarnar, myndi það þá þýða að það væri meiri byggð í eyjunum, betri þjónusta og svo framvegis.“ Þættirnir Eòrpa eru 30 mínútur á lengd og á gelísku. „Það eru 60 þúsund manns sem tala gelísku og búa flestir á þessum skosku eyjum.Hafa áhuga og skilning á byggðapólitík Anna Lísa segir að þáttagerðarmennirnir hafi áður komið til Íslands og gert þátt um makrílveiðar, náttúrulega orku og fleira. „Þeir koma flestir frá Skotlandi og eyjunum – Lewis, Barra og þeim eyjum - og svo líka Orkneyjum og Hjaltlandseyjum. Þeir hafa mikinn áhuga og skilning á byggðapólitík og hafa mikinn áhuga á að sjá eyjarnar í byggð. Þeir voru með þann vinkil og fannst þessi mál áhugaverð út af því.“ Þátturinn verður frumsýndur á BBC Alba í lok þessa mánaðar. Tengdar fréttir Byggðasjónarmið ráðherra standast ekki skoðun Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar segir að engin málefnaleg rök fyrir flutningi Fiskistofu hafi komið fram. 1. október 2014 15:15 Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00 Flutningur Fiskistofu: Sigurður Ingi „undrandi“ á orðum Vigdísar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir flutning Fiskistofu hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. 22. september 2014 07:52 Segir starfsfólki Fiskistofu líða illa og það sé dapurt Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra dró í land í þættinum á Sprengisandi varðandi samstarf við starfsmenn Fiskistofu vegna fyrirhugaðra flutninga til Akureyrar. 29. september 2014 07:00 Vilja aðkomu Akureyrar Fordæmi eru fyrir því að bæjarfélög hjálpi til fjárhagslega þegar stofnanir eru fluttar. "Engin formleg beiðni komin inn á borð bæjarins,“ segir bæjastjóri. 23. september 2014 11:15 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Eini sérfræðingurinn á leið úr landi vegna ástandsins "Mér verður mjög heitt í hamsi þegar ég hugsa til þess að hafa sjálf fengið framúrskarandi þjónustu sem konur sem greinast eftir áramót munu ekki fá,“ segir Anna Sigríður Arnardóttir sem greindist með brjóstakrabbamein á árinu. 15. október 2014 13:06 Ósátt við ráðherra: Ráðfærði sig aðeins við fiskistofustjóra Starfsmenn Fiskistofu segja ráðherra hafa vanáætlað flutninginn um allt að 200 prósent. 26. september 2014 12:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Þeir voru að fjalla um flutning Fiskistofu og læknaverkfallið, hvernig komið er fyrir heilbrigðiskerfinu eftir hrunið,“ segir Anna Lísa Björnsdóttir, starfsmaður hjá bókaútgáfunni Guðrúnu sem nýlega aðstoðaði lið frá BBC við tökur hér á Íslandi. „Þeir gerðu þátt um hrunið árið 2008 og síðan þá hafa þeir komið öðru hvoru og skoðað hvernig Ísland er að fást við eftirleik hrunsins.“ Anna Lísa segir að tökulið fréttaskýringarþáttarins Eòrpa hafi komið hingað í lok síðasta mánaðar og verið í eina viku. Þátturinn hefur verið á dagskrá BBC Alba frá árinu 1993 en stöðin er skosk stöð BBC þar sem töluð er gelíska. „Þátturinn svipar til Landans en fjallar um Evrópumál. Anna Lísa segir að tökuliðið hafi skipulagt þáttinn í kringum fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. „Innslagið um heilbrigðiskerfið kom eiginlega þannig til að ég sendi þeim grein sem Anna Sigríður Arnardóttir skrifaði um hvað hún hafi verið heppin að greinast með brjóstakrabbamein árið 2014 en ekki 2015. Þeir ákváðu því að lengja dvölina til að fjalla um heilbrigðiskerfið líka.“ Í innslaginu um heilbrigðiskerfið ræddi tökuliðið við Önnu Sigríði og Helga Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum, heilbrigðisráðherra og formann Félags almennra lækna. „Innslagið fjallaði um læknaskort á Íslandi og ástæður þess að ungir læknar hiki við að koma aftur heim til Íslands eftir sérnám.“Tengja allt við skosku eyjarnar Anna Lísa segir að í innslaginu um Fiskistofu hafi verið rætt við tvo starfsmenn stofnunarinnar, sjávarútvegsráðherra, bæjarstjórana í Hafnarfirði og á Akureyri og svo fasteignasala á Akureyri. „Þar var eingöngu fjallað um þennan fyrirhugaða flutning. Auðvitað var komið inn á deilurnar um flutninginn, óánægju starfsfólks, en þeir koma mikið að mikilvægi þess að allt landið sé í byggð. Þeir tengja allt sem þeir gera við skosku eyjarnar. Þeir eru með þann vinkil. Ef eitthvað væri til dæmis flutt frá Glasgow og út í eyjarnar, myndi það þá þýða að það væri meiri byggð í eyjunum, betri þjónusta og svo framvegis.“ Þættirnir Eòrpa eru 30 mínútur á lengd og á gelísku. „Það eru 60 þúsund manns sem tala gelísku og búa flestir á þessum skosku eyjum.Hafa áhuga og skilning á byggðapólitík Anna Lísa segir að þáttagerðarmennirnir hafi áður komið til Íslands og gert þátt um makrílveiðar, náttúrulega orku og fleira. „Þeir koma flestir frá Skotlandi og eyjunum – Lewis, Barra og þeim eyjum - og svo líka Orkneyjum og Hjaltlandseyjum. Þeir hafa mikinn áhuga og skilning á byggðapólitík og hafa mikinn áhuga á að sjá eyjarnar í byggð. Þeir voru með þann vinkil og fannst þessi mál áhugaverð út af því.“ Þátturinn verður frumsýndur á BBC Alba í lok þessa mánaðar.
Tengdar fréttir Byggðasjónarmið ráðherra standast ekki skoðun Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar segir að engin málefnaleg rök fyrir flutningi Fiskistofu hafi komið fram. 1. október 2014 15:15 Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00 Flutningur Fiskistofu: Sigurður Ingi „undrandi“ á orðum Vigdísar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir flutning Fiskistofu hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. 22. september 2014 07:52 Segir starfsfólki Fiskistofu líða illa og það sé dapurt Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra dró í land í þættinum á Sprengisandi varðandi samstarf við starfsmenn Fiskistofu vegna fyrirhugaðra flutninga til Akureyrar. 29. september 2014 07:00 Vilja aðkomu Akureyrar Fordæmi eru fyrir því að bæjarfélög hjálpi til fjárhagslega þegar stofnanir eru fluttar. "Engin formleg beiðni komin inn á borð bæjarins,“ segir bæjastjóri. 23. september 2014 11:15 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Eini sérfræðingurinn á leið úr landi vegna ástandsins "Mér verður mjög heitt í hamsi þegar ég hugsa til þess að hafa sjálf fengið framúrskarandi þjónustu sem konur sem greinast eftir áramót munu ekki fá,“ segir Anna Sigríður Arnardóttir sem greindist með brjóstakrabbamein á árinu. 15. október 2014 13:06 Ósátt við ráðherra: Ráðfærði sig aðeins við fiskistofustjóra Starfsmenn Fiskistofu segja ráðherra hafa vanáætlað flutninginn um allt að 200 prósent. 26. september 2014 12:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Byggðasjónarmið ráðherra standast ekki skoðun Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar segir að engin málefnaleg rök fyrir flutningi Fiskistofu hafi komið fram. 1. október 2014 15:15
Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00
Flutningur Fiskistofu: Sigurður Ingi „undrandi“ á orðum Vigdísar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir flutning Fiskistofu hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. 22. september 2014 07:52
Segir starfsfólki Fiskistofu líða illa og það sé dapurt Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra dró í land í þættinum á Sprengisandi varðandi samstarf við starfsmenn Fiskistofu vegna fyrirhugaðra flutninga til Akureyrar. 29. september 2014 07:00
Vilja aðkomu Akureyrar Fordæmi eru fyrir því að bæjarfélög hjálpi til fjárhagslega þegar stofnanir eru fluttar. "Engin formleg beiðni komin inn á borð bæjarins,“ segir bæjastjóri. 23. september 2014 11:15
„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30
Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57
Eini sérfræðingurinn á leið úr landi vegna ástandsins "Mér verður mjög heitt í hamsi þegar ég hugsa til þess að hafa sjálf fengið framúrskarandi þjónustu sem konur sem greinast eftir áramót munu ekki fá,“ segir Anna Sigríður Arnardóttir sem greindist með brjóstakrabbamein á árinu. 15. október 2014 13:06
Ósátt við ráðherra: Ráðfærði sig aðeins við fiskistofustjóra Starfsmenn Fiskistofu segja ráðherra hafa vanáætlað flutninginn um allt að 200 prósent. 26. september 2014 12:54