Þunginn fer vaxandi í læknaverkfallinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2014 19:07 Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. Enn ber mikið í milli í deilu lækna og ríksins. Í dag eru ríflega eitt hundrað læknar í verkfalli og hafa aðgerðirnar haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í dag eru það skurðlæknar, gjörgæslu- og svæfingalæknar, öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku sem eru í verkfalli. Verkfallsverðir Læknafélagsins gengu um ganga spítalans til að fylgjast með. Töluvert álag var á bráðamóttökunni og erfitt reyndist að koma sjúklingum þaðan á aðrar deildir. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir færri hafa leitað á bráðamóttökuna í dag en í gær. Hann telur að álag vegna verkfallsins á deildinni og fréttaflutningur um það hafi gert það að verkum að sumir veigri sér við að leita þangað. „ Þunginn í verkfallinu hann er svona stigvaxandi og það sem ég hef svolitlar áhyggjur af að til dæmis eldri Íslendingar sem að eru mjög kurteisir og eru kannski með einhver einkenni sem að þyrfti að skoða strax. Þau horfa á fréttir og segja það er verkfall þarna á bráðamóttökunni, ég ætla ekki að fara í dag, ég ætla ekki að vera að íþyngja fólki með mínum vandamálum. Sumir af þessum hlutum geta beðið en eftir því sem þetta dregst lengur og lengur þá held ég að það sé meiri hætta á ferðum,“ segir Hilmar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur fundað með aðalfulltrúa ríkisins í samninganefndinni. Hann telur talsvert enn í að samningar náist. „ Ég er ekki við samningaborðið og ég fylgist með þessu máli. Ég bara segi þær kröfur sem ég hef heyrt af eru óraunhæfar, við munum ekki semja um 50 % launahækkun,“ segir Bjarni. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. Enn ber mikið í milli í deilu lækna og ríksins. Í dag eru ríflega eitt hundrað læknar í verkfalli og hafa aðgerðirnar haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í dag eru það skurðlæknar, gjörgæslu- og svæfingalæknar, öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku sem eru í verkfalli. Verkfallsverðir Læknafélagsins gengu um ganga spítalans til að fylgjast með. Töluvert álag var á bráðamóttökunni og erfitt reyndist að koma sjúklingum þaðan á aðrar deildir. Hilmar Kjartansson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir færri hafa leitað á bráðamóttökuna í dag en í gær. Hann telur að álag vegna verkfallsins á deildinni og fréttaflutningur um það hafi gert það að verkum að sumir veigri sér við að leita þangað. „ Þunginn í verkfallinu hann er svona stigvaxandi og það sem ég hef svolitlar áhyggjur af að til dæmis eldri Íslendingar sem að eru mjög kurteisir og eru kannski með einhver einkenni sem að þyrfti að skoða strax. Þau horfa á fréttir og segja það er verkfall þarna á bráðamóttökunni, ég ætla ekki að fara í dag, ég ætla ekki að vera að íþyngja fólki með mínum vandamálum. Sumir af þessum hlutum geta beðið en eftir því sem þetta dregst lengur og lengur þá held ég að það sé meiri hætta á ferðum,“ segir Hilmar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur fundað með aðalfulltrúa ríkisins í samninganefndinni. Hann telur talsvert enn í að samningar náist. „ Ég er ekki við samningaborðið og ég fylgist með þessu máli. Ég bara segi þær kröfur sem ég hef heyrt af eru óraunhæfar, við munum ekki semja um 50 % launahækkun,“ segir Bjarni.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira