Innlent

Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls

Bjarki Ármannsson skrifar
Verkfall prófessora myndi hafa gríðarlega neikvæð áhrif á starf Háskóla Íslands.
Verkfall prófessora myndi hafa gríðarlega neikvæð áhrif á starf Háskóla Íslands. Vísir/GVA
Félag prófessora við ríkisháskóla gengur nú til atkvæða um hvort boða eigi til verkfalls 1. til 15. desember næstkomandi. Atkvæðagreiðsla fyrir félagsmenn hófst í dag og munu niðurstöður liggja fyrir næsta mánudag.

Mbl.is greindi fyrst frá. Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félagsins, sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi „mun meiri líkur en minni“ á því að verkfallsaðgerðir yrðu samþykktar ef félagsmenn fengju að kjósa um það. Ljóst er að verkfall prófessora myndi hafa gríðarlega neikvæð áhrif á skólastarf og í raun lama prófahald hjá ríkisháskólum. 


Tengdar fréttir

Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu

Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×