Giftingarhringurinn fannst eftir rúmt ár í blóðmörskepp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 13:16 Hringurinn fannst djúpt inni í seinasta blóðmörskeppnum. Anna Guðný Egilsdóttir var að taka slátur fyrir ári síðan ásamt vinkonu sinni og móður hennar þegar hún lenti í því óhappi að týna giftingarhringnum sínum í blóðmörskeppi. Akureyrarvefurinn greindi fyrst frá. „Þetta var alveg ótrúlegt því það var verið að segja mér sögu af konu sem hafði einmitt týnt giftingarhringnum sínum þegar hún var að taka slátur. Svo átta ég mig á því að ég er ekki með hringinn minn lengur á fingri svo við byrjum að leita að honum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að þær hafi verið búnar að setja í alla keppina og verið var að sauma þá saman. „Við þukluðum og þukluðum alla keppina en fundum ekki neitt en ég var alveg handviss um að hringurinn kæmi í leitirnar. Ég var því mjög meðvituð allt árið þegar ég var að skera blóðmörskeppina. Ég skar slátrið bara einhvern veginn en blóðmörinn skar ég alltaf á ákveðinn hátt svo ég sæi hringinn ef hann kæmi í ljós.“ Hún hafði svo heppnina með sér um helgina þegar hringurinn fannst djúpt inni í einum keppnum. „Ég held hreinlega að þetta hafi verið síðasti keppurinn, það var kannski einn annar eftir. Hringurinn var djúpt inni í keppnum, ég var búin að skera meira en helminginn niður þegar ég fann hringinn.“ Aðspurð segir Anna að það sjái ekki á hringnum, þrátt fyrir að hann hafi verið inni í blóðmörskepp í rúmt ár.Kannski fékk huldufólk hringinn lánaðan? Anna segir að það sé til skemmtileg þjóðtrú hvað verði um hluti sem hverfa. Sagan segir að huldufólk fái hlutina lánaða og skili þeim stundum aftur, jafnvel á allt annan stað en þar sem það tók hlutinn. Þá á huldufólk að nota hringa sem það fær lánað við sérstakar manndómsvígslur en skili þeim svo aftur. „Mér finnst þetta svona skemmtilegri tilhugsun en að hringurinn hafi bara verið allan tímann inni í keppnum,“ segir Anna létt í bragði. „Þó að svona sögur af huldufólki séu ekkert endilega sannar þá er þetta gömul þjóðtrú og mér finnst mikilvægt að við gleymum henni ekki. Það er gott að halda svona sögum til haga, þó að það sé ekki nema bara til skemmtunar.“ Anna er að vonum hæstánægð með að hafa fundið hringinn aftur. „Ég er heppnari en maðurinn minn sem missti sinn hring í sjóinn fyrir 10 árum. Við segjum að hann hafi trúlega farið í þorskkjaft. Maðurinn minn fékk sér nýjan hring en það stóð aldrei til að ég fengi mér nýjan hring þar sem ég var viss um að finna hringinn minn aftur.“ Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira
Anna Guðný Egilsdóttir var að taka slátur fyrir ári síðan ásamt vinkonu sinni og móður hennar þegar hún lenti í því óhappi að týna giftingarhringnum sínum í blóðmörskeppi. Akureyrarvefurinn greindi fyrst frá. „Þetta var alveg ótrúlegt því það var verið að segja mér sögu af konu sem hafði einmitt týnt giftingarhringnum sínum þegar hún var að taka slátur. Svo átta ég mig á því að ég er ekki með hringinn minn lengur á fingri svo við byrjum að leita að honum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að þær hafi verið búnar að setja í alla keppina og verið var að sauma þá saman. „Við þukluðum og þukluðum alla keppina en fundum ekki neitt en ég var alveg handviss um að hringurinn kæmi í leitirnar. Ég var því mjög meðvituð allt árið þegar ég var að skera blóðmörskeppina. Ég skar slátrið bara einhvern veginn en blóðmörinn skar ég alltaf á ákveðinn hátt svo ég sæi hringinn ef hann kæmi í ljós.“ Hún hafði svo heppnina með sér um helgina þegar hringurinn fannst djúpt inni í einum keppnum. „Ég held hreinlega að þetta hafi verið síðasti keppurinn, það var kannski einn annar eftir. Hringurinn var djúpt inni í keppnum, ég var búin að skera meira en helminginn niður þegar ég fann hringinn.“ Aðspurð segir Anna að það sjái ekki á hringnum, þrátt fyrir að hann hafi verið inni í blóðmörskepp í rúmt ár.Kannski fékk huldufólk hringinn lánaðan? Anna segir að það sé til skemmtileg þjóðtrú hvað verði um hluti sem hverfa. Sagan segir að huldufólk fái hlutina lánaða og skili þeim stundum aftur, jafnvel á allt annan stað en þar sem það tók hlutinn. Þá á huldufólk að nota hringa sem það fær lánað við sérstakar manndómsvígslur en skili þeim svo aftur. „Mér finnst þetta svona skemmtilegri tilhugsun en að hringurinn hafi bara verið allan tímann inni í keppnum,“ segir Anna létt í bragði. „Þó að svona sögur af huldufólki séu ekkert endilega sannar þá er þetta gömul þjóðtrú og mér finnst mikilvægt að við gleymum henni ekki. Það er gott að halda svona sögum til haga, þó að það sé ekki nema bara til skemmtunar.“ Anna er að vonum hæstánægð með að hafa fundið hringinn aftur. „Ég er heppnari en maðurinn minn sem missti sinn hring í sjóinn fyrir 10 árum. Við segjum að hann hafi trúlega farið í þorskkjaft. Maðurinn minn fékk sér nýjan hring en það stóð aldrei til að ég fengi mér nýjan hring þar sem ég var viss um að finna hringinn minn aftur.“
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira