Innlent

Vill að skattrannsóknarstjóri ákveði sjálfur hvort kaupa eigi skattagögn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. Vísir/Vilhelm
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum bauðst Skattrannsóknastjóra á dögunum að kaupa lista af erlendum aðila með nöfnum fjölda Íslendinga sem grunur leikur á að hafi stundað skattaundanskot í útlendum skattaskjólum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður að því í Bítinu á Byljgunni í morgun hvort til standi að kaupa listann. Hann segir að nú sé unnið að frumvarpi þar sem þeim sem ekki hafi gert hreint fyrir sínum dyrum í þessum máli fái takmarkaðan tíma til að gera það og sleppa þannig við dóm, en greiða þess í stað ákveðið álag á skattaskuldina. Slíkar aðferðir hafa reynst vel í öðrum löndum, eins og í Bretlandi og í Þýskalandi

Bjarni tjáði sig um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann:

„Varðandi listann sjálfan þá viljum að það sé í endanum á höndum skattrannsóknarstjóra og þeim sem fara fyrir þessum málum að meta það hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að fá þessar upplýsingar, hversu vel þær muni nýtast og við viljum greiða götu þess alveg eins og þörf krefur. Mér finnst vera, eftir þá vinnu sem við höfum farið í, í ráðuneytinu, aðeins óljóst hvort það sé í raun og veru þörf fyrir einhverjar lagabreytingar. Mér sýnist að svo sé ekki. Þar af leiðandi dugi fyrir viðkomandi eftirlitsaðila að vita af stuðningi frá okkur.“

Hlusta má á viðtalið við Bjarna í heild sinni í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×