Íslenski boltinn

Kristinn Freyr framlengdi við Valsmenn

Kristinn Freyr í leik gegn FH í sumar.
Kristinn Freyr í leik gegn FH í sumar. vísir/arnþór
Valsmenn tilkynntu í kvöld að félagið væri búið að gera nýjan samning við Kristin Frey Sigurðsson.

Kristinn hefur verið í herbúðum Vals síðustu þrjú ár og staðið sig vel. Hann kom til félagsins frá uppeldisfélagi sínu, Fjölni.

Kristinn Freyr er fæddur árið 1991 og hefur spilað 65 leiki fyrir Val í deildar og bikar. Hann hefur skorað í þeim fimm mörk.

Í viðtalinu hér að neðan ræðir Kristinn sérstaklega um mikilvægi stuðningsmanna Vals. Viðtalið er virkilegt skylduáhorf fyrir alla Valsara.  

Hér að neðan má sjá viðtal sem var tekið við Kristin og birt á heimasíðu Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×