Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2014 20:30 Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri VHE. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. Það er undir klettaborginni, sem kirkjan stendur á, sem nýja húsið rís en stærð þess og staðsetning gera það að verkum að það verður hluti af ásýnd Egilsstaða frá hringveginum. Aðalverktakar eru Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, og eru þeir með milli 35 og 40 manns við smíðina. „Hér byggjum við hjúkrunarheimili fyrir Fljótsdalshérað og ríkið, 40 herbergi, og löngu orðin tímabær bygging á þessu svæði,“ sagði Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri hjá VHE, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Byggingin verður samtals 3.300 fermetrar að stærð og er smíðuð samkvæmt verðlaunateikningu Hornsteina arkitekta og Eflu en eftirlit er í höndum Mannvits. Áhersla var lögð á að byggingin og umhverfi hennar mynduðu hlýlegt og heimilislegt umhverfi. Þá þykir hönnun hússins uppfylla óskir um nýtingu dagsbirtu og útsýnis og setustofur opnast að brekku og útisvæðum. Einstaklingsherbergi er þannig gerð að þau verður hægt að tengja saman og samnýta sem hjónaíbúðir.Byggingin verður hluti af ásýnd Egilsstaða frá hringveginum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætla má að heildarkostnaður nálgist tvo milljarða króna, með verksamningi, jarðvegsvinnu, hönnunar- og eftirlitskostnaði og frágangi. Til að ná niður kostnaði var þó ráðist í margvíslegar sparnaðaraðgerðir, meðal annars með því að forsteypa sem flestar einingar í einingaverksmiðju VHE í Fellabæ. Áformað er að húsið verði tilbúið í febrúar og má ætla að fyrstu íbúar verði fluttir inn eftir fimm mánuði eða svo. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. Það er undir klettaborginni, sem kirkjan stendur á, sem nýja húsið rís en stærð þess og staðsetning gera það að verkum að það verður hluti af ásýnd Egilsstaða frá hringveginum. Aðalverktakar eru Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, og eru þeir með milli 35 og 40 manns við smíðina. „Hér byggjum við hjúkrunarheimili fyrir Fljótsdalshérað og ríkið, 40 herbergi, og löngu orðin tímabær bygging á þessu svæði,“ sagði Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri hjá VHE, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Byggingin verður samtals 3.300 fermetrar að stærð og er smíðuð samkvæmt verðlaunateikningu Hornsteina arkitekta og Eflu en eftirlit er í höndum Mannvits. Áhersla var lögð á að byggingin og umhverfi hennar mynduðu hlýlegt og heimilislegt umhverfi. Þá þykir hönnun hússins uppfylla óskir um nýtingu dagsbirtu og útsýnis og setustofur opnast að brekku og útisvæðum. Einstaklingsherbergi er þannig gerð að þau verður hægt að tengja saman og samnýta sem hjónaíbúðir.Byggingin verður hluti af ásýnd Egilsstaða frá hringveginum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætla má að heildarkostnaður nálgist tvo milljarða króna, með verksamningi, jarðvegsvinnu, hönnunar- og eftirlitskostnaði og frágangi. Til að ná niður kostnaði var þó ráðist í margvíslegar sparnaðaraðgerðir, meðal annars með því að forsteypa sem flestar einingar í einingaverksmiðju VHE í Fellabæ. Áformað er að húsið verði tilbúið í febrúar og má ætla að fyrstu íbúar verði fluttir inn eftir fimm mánuði eða svo.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira