Var bjargað af ókunnugum manni á hrekkjavöku í Reykjavík Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. nóvember 2014 16:39 „Ég vissi alveg að ef að ég myndi ekki þiggja þetta yrði ég bara ein úti í kuldanum og þurft að labba heim eða reyna að finna vinkonu mína. Í rauninni veit ég ekki alveg hvað ég hefði gert hefði hann ekki komi,“ segir Jóna. Vísir / Facebook / Getty „Eftir síðasta bjórinn sem ég fékk mér fór mig að svima. Ég veit ekki af hverju, kannski var það of mikið áfengi, kannski var ég ekki búinn að sofa nóg en kannski var búið að setja eitthvað út í,“ segir Jóna Guðbjörg Guðmundsdóttir sem á föstudag var bjargað heim af ókunnugum manni sem tók eftir því að hún var ekki í eðlilegu ástandi á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Jóna veit ekki hvað orsakaði ástandið en hún segist algjörlega hafa verið upp á manninn komin sem hjálpaði henni úr bænum og í skjól hjá bróður hennar.Gaf henni að borða Jóna lýsir því að eftir að hafa drukkið síðasta drykkinn hafi hana farið að svima mikið, hún hafi sest niður og kunningi hennar frá því fyrr um kvöldið hafi rétt henni vatnsglas. Þá hafi ókunnugur maður komið til hennar og spurt hvort ekki væri allt í lagi og hvort strákurinn sem væri að rétta henni drykki væri vinur hennar. „Hann spyr þá hvort ég vilji ekki koma út, hvort mér sé ekki flökurt og þyrfti ferskt loft. Ég sagði jú og mig svimaði rosalega,“ segir hún. Þegar út var komið segir Jóna manninn hafa sagt sér að fá sér að borða og meira vatn að drekka til að ná upp orku. Hún sagði honum þá að hún væri ekki með greiðslukort á sér og gæti ekki keypt neitt. „Hann svaraði þá að hann ætlaði að labba með mér og kaupa bara eitthvað fyrir mig að borða. Ég sagði þá bara nei, að ég gæti ekki þegið það af honum, ég þekkti hann ekki neitt en hann sagðist ekki getað skilið eftir mig svona,“ segir hún. „Þannig að hann labbaði með mér að einhverri sjoppu og keypti þar handa mér hamborgara, franskar og fullt af vatni. Bara gefur mér að borða.“Hafði samband við bróður sinn Eftir að hún hafði fengið mat og vatn hjá manninum spurði hann hvert hún gæti farið af því að hún þyrfti bara að komast heim. „Ég sagðist gista hjá vinkonu minni þar sem ég byggi úti á landi. Hann hringdi í hana fyrir mig úr símanum mínum,“ segir hún. Vinkona hennar svaraði símanum en þá var hún stödd inni á skemmtistað og var ekki á leiðinni heim. Jóna segir að vinkona sín hafi ekki gert sér grein í hversu slæmu ástandi hún var þá í. Eftir símtalið spurði maðurinn Jónu hvort hún gæti farið eitthvert annað. Hún sagði honum frá því að bróðir hennar byggi í miðbænum. „Hann lét mig hringja í hann og ég spurði hvort ég gæti gist á sófanum og það var jú ekkert mál. Þá spyr þessi maður mig hvort ég rati þangað og hvort ég komist þangað og hvert við ættum að labba,“ segir Jóna sem segist hafa sagt að maðurinn þyrfti ekki að labba með sér, bróðir hennar byggi svo langt í burtu. Maðurinn sagðist hinsvegar ekki ætla að skilja hana eftir.Fékk far með vini mannsins „Mér var orðið rosalega kalt og hann ætlaði að panta leigubíl. Ég kunni náttúrulega ekki við það af því að ég þekkti hann ekki en hann vildi bara panta leigubíl. Við náðum engum leigubíl en hann mætti vini sínum, einhverjum kunningja, og bað hann um að skutla okkur. Það var ekkert mál og þau skutluðu okkur,“ segir Jóna. Gengið er inn í íbúð bróður hennar aftanfrá og tók maðurinn ekki annað í mál en að hann fylgdi henni alla leið. „Hann sagðist: „Ég ætla að sjá þig komast til bróður þíns. ég ætla ekki að skilja við þig fyrr en ég sé a hann er búinn að taka við þér.“,“ segir Jóna. Jóna segir manninn hafa staðið með henni þangað til að bróðir hennar kom til dyra. Maðurinn kvaddi svo og hvarf á braut. Jóna segist ekki muna hvað maðurinn heitir en hún segir að minningar frá kvöldinu séu gloppóttar. Þá getur hún lítið lýst útliti mannsins sem var málaður svartur og hvítur í framan í tilefni hrekkjavökunnar. Jónu þykir leiðinlegt að hún hafi ekki getað haft uppi á manninum til að þakka honum fyrir aðstoðina. Ekki allir jafn heppnir Jóna segir upplifunina hafa verið einkennilega, að þiggja þessa hjálp frá ókunnugum manni. „Já mér fannst það en ég var í þannig ástandi að ég hafði ekki rænu á öðru, ég gat ekkert gert. Ég vissi alveg að ef að ég myndi ekki þiggja þetta yrði ég bara ein úti í kuldanum og þurft að labba heim eða reyna að finna vinkonu mína. Í rauninni veit ég ekki alveg hvað ég hefði gert hefði hann ekki komi.“ Hún er þó þakklát fyrir aðstoðina sem hún fékk. „Það eru ekki allir jafn heppnir og ég, lenda kannski í því að ráfa bara um eða lenda jafnvel í einhverju verra. Ég var svo heppin að þessi ágæti maður tók mig alveg upp á sinn arm og bjargaði mér heim,“ segir Jóna. „Það þarf svo mikið að minna á að það er svona fólk þarna úti. Það er virkilega gott fólk þarna úti og það verður að þakka fyrir það.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
„Eftir síðasta bjórinn sem ég fékk mér fór mig að svima. Ég veit ekki af hverju, kannski var það of mikið áfengi, kannski var ég ekki búinn að sofa nóg en kannski var búið að setja eitthvað út í,“ segir Jóna Guðbjörg Guðmundsdóttir sem á föstudag var bjargað heim af ókunnugum manni sem tók eftir því að hún var ekki í eðlilegu ástandi á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Jóna veit ekki hvað orsakaði ástandið en hún segist algjörlega hafa verið upp á manninn komin sem hjálpaði henni úr bænum og í skjól hjá bróður hennar.Gaf henni að borða Jóna lýsir því að eftir að hafa drukkið síðasta drykkinn hafi hana farið að svima mikið, hún hafi sest niður og kunningi hennar frá því fyrr um kvöldið hafi rétt henni vatnsglas. Þá hafi ókunnugur maður komið til hennar og spurt hvort ekki væri allt í lagi og hvort strákurinn sem væri að rétta henni drykki væri vinur hennar. „Hann spyr þá hvort ég vilji ekki koma út, hvort mér sé ekki flökurt og þyrfti ferskt loft. Ég sagði jú og mig svimaði rosalega,“ segir hún. Þegar út var komið segir Jóna manninn hafa sagt sér að fá sér að borða og meira vatn að drekka til að ná upp orku. Hún sagði honum þá að hún væri ekki með greiðslukort á sér og gæti ekki keypt neitt. „Hann svaraði þá að hann ætlaði að labba með mér og kaupa bara eitthvað fyrir mig að borða. Ég sagði þá bara nei, að ég gæti ekki þegið það af honum, ég þekkti hann ekki neitt en hann sagðist ekki getað skilið eftir mig svona,“ segir hún. „Þannig að hann labbaði með mér að einhverri sjoppu og keypti þar handa mér hamborgara, franskar og fullt af vatni. Bara gefur mér að borða.“Hafði samband við bróður sinn Eftir að hún hafði fengið mat og vatn hjá manninum spurði hann hvert hún gæti farið af því að hún þyrfti bara að komast heim. „Ég sagðist gista hjá vinkonu minni þar sem ég byggi úti á landi. Hann hringdi í hana fyrir mig úr símanum mínum,“ segir hún. Vinkona hennar svaraði símanum en þá var hún stödd inni á skemmtistað og var ekki á leiðinni heim. Jóna segir að vinkona sín hafi ekki gert sér grein í hversu slæmu ástandi hún var þá í. Eftir símtalið spurði maðurinn Jónu hvort hún gæti farið eitthvert annað. Hún sagði honum frá því að bróðir hennar byggi í miðbænum. „Hann lét mig hringja í hann og ég spurði hvort ég gæti gist á sófanum og það var jú ekkert mál. Þá spyr þessi maður mig hvort ég rati þangað og hvort ég komist þangað og hvert við ættum að labba,“ segir Jóna sem segist hafa sagt að maðurinn þyrfti ekki að labba með sér, bróðir hennar byggi svo langt í burtu. Maðurinn sagðist hinsvegar ekki ætla að skilja hana eftir.Fékk far með vini mannsins „Mér var orðið rosalega kalt og hann ætlaði að panta leigubíl. Ég kunni náttúrulega ekki við það af því að ég þekkti hann ekki en hann vildi bara panta leigubíl. Við náðum engum leigubíl en hann mætti vini sínum, einhverjum kunningja, og bað hann um að skutla okkur. Það var ekkert mál og þau skutluðu okkur,“ segir Jóna. Gengið er inn í íbúð bróður hennar aftanfrá og tók maðurinn ekki annað í mál en að hann fylgdi henni alla leið. „Hann sagðist: „Ég ætla að sjá þig komast til bróður þíns. ég ætla ekki að skilja við þig fyrr en ég sé a hann er búinn að taka við þér.“,“ segir Jóna. Jóna segir manninn hafa staðið með henni þangað til að bróðir hennar kom til dyra. Maðurinn kvaddi svo og hvarf á braut. Jóna segist ekki muna hvað maðurinn heitir en hún segir að minningar frá kvöldinu séu gloppóttar. Þá getur hún lítið lýst útliti mannsins sem var málaður svartur og hvítur í framan í tilefni hrekkjavökunnar. Jónu þykir leiðinlegt að hún hafi ekki getað haft uppi á manninum til að þakka honum fyrir aðstoðina. Ekki allir jafn heppnir Jóna segir upplifunina hafa verið einkennilega, að þiggja þessa hjálp frá ókunnugum manni. „Já mér fannst það en ég var í þannig ástandi að ég hafði ekki rænu á öðru, ég gat ekkert gert. Ég vissi alveg að ef að ég myndi ekki þiggja þetta yrði ég bara ein úti í kuldanum og þurft að labba heim eða reyna að finna vinkonu mína. Í rauninni veit ég ekki alveg hvað ég hefði gert hefði hann ekki komi.“ Hún er þó þakklát fyrir aðstoðina sem hún fékk. „Það eru ekki allir jafn heppnir og ég, lenda kannski í því að ráfa bara um eða lenda jafnvel í einhverju verra. Ég var svo heppin að þessi ágæti maður tók mig alveg upp á sinn arm og bjargaði mér heim,“ segir Jóna. „Það þarf svo mikið að minna á að það er svona fólk þarna úti. Það er virkilega gott fólk þarna úti og það verður að þakka fyrir það.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira