Körfubolti

Lið Helenu og Jóns Arnórs eru enn ósigruð í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir (númer 24) sést hér létt á fæti í myndatöku hjá liði CCC Polkowice.
Helena Sverrisdóttir (númer 24) sést hér létt á fæti í myndatöku hjá liði CCC Polkowice. Mynd/Fésbókarsíða CCC Polkowice
Tímabilið hefur byrjað mjög vel hjá liðunum tveimur sem besti körfuboltakarl og besta körfuboltakona Íslands spila með. Lið þeirra hafa unnið samanlagt tólf leiki af tólf mögulegum í upphafi tímabils.

Unicaja Malaga, lið Jóns Arnórs Stefánssonar, er á toppnum í spænsku deildinni eftir fimmtán stiga sigur á Gipuzkoa Basket um helgina en liðið hefur unnið fyrstu fimm deildarleiki tímabilsins. er jafnframt því búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína í Euroleague.

Unicaja Malaga er því með átta sigra í átta leikjum en þann síðasta þurfti landaði liðið án hjálpar Jóns Arnórs Stefánssonar sem er meiddur á nára. Jón Arnór gæti misst af næstu leikjum liðsins.

CCC Polkowice, lið Helenu Sverrisdóttur, hefur unnið alla sína deildarleiki eftir þriggja stiga sigur á Basket Konin um helgina. Helena skoraði 13 stig í þeim leik.

Polkowice-liðið er reyndar í þriðja sæti deildarinnar en á leik inni á tvö bestu liðin sem hafa unnið fimm fyrstu leiki sína. Polkowice er ekki að spila í Evrópukeppni á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×