Innlent

Þúsundir boðað komu sína á Austurvöll

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skipuleggjendur mótmælanna leggja áherslu á að mótmælin verði friðsamlega og laus við allt ofbeldi.
Skipuleggjendur mótmælanna leggja áherslu á að mótmælin verði friðsamlega og laus við allt ofbeldi. Vísir/Friðrik
Hátt í 6.000 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll klukkan 17 í dag samkvæmt Facebook-síðu mótmæla sem hefjast þá. Yfirskrift mótmælanna er „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“.

Í viðtali við Vísi síðastliðinn föstudag sagði Svavar Knútur, einn skipuleggjenda mótmælanna, að fólk væri reitt og sárt vegna framkomu ríkisstjórnarinnar.

„Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ sagði Svavar meðal annars.

Mótmælin eru grasrótarsprottin og tengjast engum sérstökum stjórnmálaflokki eða hagsmunahópi, að sögn Svavar Knúts. Skipuleggjendur leggja áherslu á að mótmælin verði friðsamlega og laus við allt ofbeldi.   


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×