Fótbolti

Jafnt í Íslendingaslag í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúrik í eldlínunni í leik með FCK.
Rúrik í eldlínunni í leik með FCK.
Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í dag í danska fótboltanum, en enginn þeirra komst á blað.

Rúrik Gíslason spilaði allan leikinn fyrir FCK sem gerði jafntefli við SönderjyskE. Hallgrímr Jónasson var í liði SönderjyskE.

FCK er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig; níu stigum á eftir toppliði Midtjylland. SönderjyskE er í því níunda af tólf.

Theodór Elmar Bjarnason var í liði Randers sem tapaði á grátlegan hátt fyrir Bröndby, en sigurmark Teemu Pukki kom þremur mínútum fyrir leikslok.

Hólmbert Aron Friðþjófsson kom ekkert við sögu hjá Bröndby sem er í þriðja sæti deildarinnar, en Randers í því fjórða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×