Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2014 19:45 Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds. Staður er skagi á vesturströnd Noregs, milli Bergen og Álasunds, og er í Landnámabók getið sem helsta viðmiðs siglinga til Íslands. Fornmenn sögðu að þaðan væri sjö dægra sigling í vestur til Eystra-Horns á Íslandi.Göngin eiga að rúma farþegaskip Hurtigruten.Grafík/Stad Skipstunnel.Siglingaleiðin utan við Stað þykir hins vegar mjög hættuleg, þar er veðravíti og svæsin röst, sem valdið hefur mörgum sjóslysum. Svar Norðmanna er: Að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum.Þau eiga að verða nægilega stór til að rúma farþegaferjur Hurtigruten, heildarhæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar og breiddin 36 metrar. Lengd jarðganganna verður 1,7 kílómetrar og kostnaður er áætlaður um 20 milljarðar króna. Göngin eru þegar komin inn á samgönguáætlun norska ríkisins, sem miðar við að byrjað verði að grafa árið 2018. Randi Humborstad, verkefnisstjóri skipaganganna, segir í samtali við Stöð 2 að ef allt gangi samkvæmt áætlun vonist menn til að þau verði tilbúin árið 2021. Útgröftinn úr göngunum á svo að nota til að búa til nýja eyju. Ef Íslendingar verða kannski í framtíðinni eins ríkir og Norðmenn mætti vel ímynda sér að hérlendis vildu menn stytta siglingaleið milli Norðurlands og Vesturlands með því að grafa skipagöng milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar, og tengja þannig Breiðafjörð og Húnaflóa, en þar á milli er aðeins níu kílómetra haft.Vonast er til að skipagöngin verði tilbúin árið 2021.Grafík/Stad Skipstunnel. Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds. Staður er skagi á vesturströnd Noregs, milli Bergen og Álasunds, og er í Landnámabók getið sem helsta viðmiðs siglinga til Íslands. Fornmenn sögðu að þaðan væri sjö dægra sigling í vestur til Eystra-Horns á Íslandi.Göngin eiga að rúma farþegaskip Hurtigruten.Grafík/Stad Skipstunnel.Siglingaleiðin utan við Stað þykir hins vegar mjög hættuleg, þar er veðravíti og svæsin röst, sem valdið hefur mörgum sjóslysum. Svar Norðmanna er: Að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum.Þau eiga að verða nægilega stór til að rúma farþegaferjur Hurtigruten, heildarhæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar og breiddin 36 metrar. Lengd jarðganganna verður 1,7 kílómetrar og kostnaður er áætlaður um 20 milljarðar króna. Göngin eru þegar komin inn á samgönguáætlun norska ríkisins, sem miðar við að byrjað verði að grafa árið 2018. Randi Humborstad, verkefnisstjóri skipaganganna, segir í samtali við Stöð 2 að ef allt gangi samkvæmt áætlun vonist menn til að þau verði tilbúin árið 2021. Útgröftinn úr göngunum á svo að nota til að búa til nýja eyju. Ef Íslendingar verða kannski í framtíðinni eins ríkir og Norðmenn mætti vel ímynda sér að hérlendis vildu menn stytta siglingaleið milli Norðurlands og Vesturlands með því að grafa skipagöng milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar, og tengja þannig Breiðafjörð og Húnaflóa, en þar á milli er aðeins níu kílómetra haft.Vonast er til að skipagöngin verði tilbúin árið 2021.Grafík/Stad Skipstunnel.
Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira