Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2014 19:45 Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds. Staður er skagi á vesturströnd Noregs, milli Bergen og Álasunds, og er í Landnámabók getið sem helsta viðmiðs siglinga til Íslands. Fornmenn sögðu að þaðan væri sjö dægra sigling í vestur til Eystra-Horns á Íslandi.Göngin eiga að rúma farþegaskip Hurtigruten.Grafík/Stad Skipstunnel.Siglingaleiðin utan við Stað þykir hins vegar mjög hættuleg, þar er veðravíti og svæsin röst, sem valdið hefur mörgum sjóslysum. Svar Norðmanna er: Að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum.Þau eiga að verða nægilega stór til að rúma farþegaferjur Hurtigruten, heildarhæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar og breiddin 36 metrar. Lengd jarðganganna verður 1,7 kílómetrar og kostnaður er áætlaður um 20 milljarðar króna. Göngin eru þegar komin inn á samgönguáætlun norska ríkisins, sem miðar við að byrjað verði að grafa árið 2018. Randi Humborstad, verkefnisstjóri skipaganganna, segir í samtali við Stöð 2 að ef allt gangi samkvæmt áætlun vonist menn til að þau verði tilbúin árið 2021. Útgröftinn úr göngunum á svo að nota til að búa til nýja eyju. Ef Íslendingar verða kannski í framtíðinni eins ríkir og Norðmenn mætti vel ímynda sér að hérlendis vildu menn stytta siglingaleið milli Norðurlands og Vesturlands með því að grafa skipagöng milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar, og tengja þannig Breiðafjörð og Húnaflóa, en þar á milli er aðeins níu kílómetra haft.Vonast er til að skipagöngin verði tilbúin árið 2021.Grafík/Stad Skipstunnel. Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds. Staður er skagi á vesturströnd Noregs, milli Bergen og Álasunds, og er í Landnámabók getið sem helsta viðmiðs siglinga til Íslands. Fornmenn sögðu að þaðan væri sjö dægra sigling í vestur til Eystra-Horns á Íslandi.Göngin eiga að rúma farþegaskip Hurtigruten.Grafík/Stad Skipstunnel.Siglingaleiðin utan við Stað þykir hins vegar mjög hættuleg, þar er veðravíti og svæsin röst, sem valdið hefur mörgum sjóslysum. Svar Norðmanna er: Að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum.Þau eiga að verða nægilega stór til að rúma farþegaferjur Hurtigruten, heildarhæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar og breiddin 36 metrar. Lengd jarðganganna verður 1,7 kílómetrar og kostnaður er áætlaður um 20 milljarðar króna. Göngin eru þegar komin inn á samgönguáætlun norska ríkisins, sem miðar við að byrjað verði að grafa árið 2018. Randi Humborstad, verkefnisstjóri skipaganganna, segir í samtali við Stöð 2 að ef allt gangi samkvæmt áætlun vonist menn til að þau verði tilbúin árið 2021. Útgröftinn úr göngunum á svo að nota til að búa til nýja eyju. Ef Íslendingar verða kannski í framtíðinni eins ríkir og Norðmenn mætti vel ímynda sér að hérlendis vildu menn stytta siglingaleið milli Norðurlands og Vesturlands með því að grafa skipagöng milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar, og tengja þannig Breiðafjörð og Húnaflóa, en þar á milli er aðeins níu kílómetra haft.Vonast er til að skipagöngin verði tilbúin árið 2021.Grafík/Stad Skipstunnel.
Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira