Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 18:04 Ákærðu og verjendur þeirra í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/gva Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett upp njósnabúnað í tölvum viðskiptavina þeirra. Það eru þeir Gísli Reynisson og Karl Löve Jóhannsson en því neita þeir báðir. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu auk Gísla og Karls – Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson. Gísli, Karl, Markús Máni og Ólafur eru grunaðir um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram.Ræddu ítarlega uppsetningu njósnabúnaðar Tvær tölvur Gísla voru haldlagðar við rannsókn málsins en Gísli var sá sem sá hvað mest um tölvumál þeirra félaga. Í tölvunum fundust meðal annars samtöl á milli Gísla og Karls í gegnum samskiptaforritið MSN þar sem þeir ræddu ítarlega um það að setja upp netnjósnaforrit hjá mótaðilum sínum. Mótaðilarnir eru þeir sem fyrirtækið á í gjaldeyrisviðskiptum við en í gögnum málsins kom fram að slíkur búnaður hafi verið settur upp hjá þeirra stærsta viðskiptavini, Niko Nordic. „Ertu kominn með SniperSpy up and running?“ sendi Gísli til Karls. Karl sagði forritið þó ekki virka. „Það verður að koma þessu á menn eins og Sigga [hjá Niko Nordic],“ svaraði Gísli.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.vísir/gvaEkki hluti af sakarefninu Þá kom jafnframt fram í rannsóknarskýrslu sem lögð var fram að ummerki hafi verið um að tölvupóstar hafi borist Gísla frá forritinu eblaster, njósnaforriti sem ber yfirskriftina: „Know everything they do online.“ Þessu mótmæltu verjendur þeirra þó harðlega enda eru gögn þessi ekki hluti af sakarefni ákærðu. Töldu þeir ákæruvaldið hafa lagt þetta fram til þess eins að sverta mannorð skjólstæðinga þeirra og kröfðust úrskurðar dómara. Dómari féllst á það og var málið ekki rætt frekar. Þá bað Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Gísla, að tekið yrði hlé í ljósi andrúmsloftsins sem skapast hafði í kjölfar þessara umræðna. Fyrsta degi aðalmeðferðar lauk í dag og verður henni áframhaldið á morgun. Enginn ágreiningur var um viðskipti sem Aserta átti á þessum tíma, viðskiptavini né upphæðir og var því ákveðið að afboða stóran part þeirra vitna sem boðuð höfðu verið. Tengdar fréttir Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett upp njósnabúnað í tölvum viðskiptavina þeirra. Það eru þeir Gísli Reynisson og Karl Löve Jóhannsson en því neita þeir báðir. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu auk Gísla og Karls – Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson. Gísli, Karl, Markús Máni og Ólafur eru grunaðir um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram.Ræddu ítarlega uppsetningu njósnabúnaðar Tvær tölvur Gísla voru haldlagðar við rannsókn málsins en Gísli var sá sem sá hvað mest um tölvumál þeirra félaga. Í tölvunum fundust meðal annars samtöl á milli Gísla og Karls í gegnum samskiptaforritið MSN þar sem þeir ræddu ítarlega um það að setja upp netnjósnaforrit hjá mótaðilum sínum. Mótaðilarnir eru þeir sem fyrirtækið á í gjaldeyrisviðskiptum við en í gögnum málsins kom fram að slíkur búnaður hafi verið settur upp hjá þeirra stærsta viðskiptavini, Niko Nordic. „Ertu kominn með SniperSpy up and running?“ sendi Gísli til Karls. Karl sagði forritið þó ekki virka. „Það verður að koma þessu á menn eins og Sigga [hjá Niko Nordic],“ svaraði Gísli.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.vísir/gvaEkki hluti af sakarefninu Þá kom jafnframt fram í rannsóknarskýrslu sem lögð var fram að ummerki hafi verið um að tölvupóstar hafi borist Gísla frá forritinu eblaster, njósnaforriti sem ber yfirskriftina: „Know everything they do online.“ Þessu mótmæltu verjendur þeirra þó harðlega enda eru gögn þessi ekki hluti af sakarefni ákærðu. Töldu þeir ákæruvaldið hafa lagt þetta fram til þess eins að sverta mannorð skjólstæðinga þeirra og kröfðust úrskurðar dómara. Dómari féllst á það og var málið ekki rætt frekar. Þá bað Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Gísla, að tekið yrði hlé í ljósi andrúmsloftsins sem skapast hafði í kjölfar þessara umræðna. Fyrsta degi aðalmeðferðar lauk í dag og verður henni áframhaldið á morgun. Enginn ágreiningur var um viðskipti sem Aserta átti á þessum tíma, viðskiptavini né upphæðir og var því ákveðið að afboða stóran part þeirra vitna sem boðuð höfðu verið.
Tengdar fréttir Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53