Sport

Katarbúar fá að halda enn eitt stórmótið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katarbúinn Mutaz Essa Barshim vann silfur í hástökki á síðasta HM.
Katarbúinn Mutaz Essa Barshim vann silfur í hástökki á síðasta HM. Vísir/Getty
Katar heldur áfram að hafa betur í keppni um að fá að halda stórmót í íþróttum en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið ákvað í dag að HM í frjálsum árið 2019 fari fram í höfuðborg Katar.

Katarbúar halda HM í handbolta í janúar næstkomandi og HM í fótbolta árið 2022 en bæði mót hafa verið mikið í fjölmiðlum vegna frétta sem tengjast lítið íþróttagreinunum sjálfum. HM í sundi í 25 metra laug fer einnig fram í Katar í næsta mánuði.

Doha hafði núna betur í keppni við Barcelona á Spáni og Eugene í Bandaríkjunum. HM í frjálsum fer fram frá 28. september til 6. október árið 2019 eða mun síðar en vanalega væntanlega vegna hitans í Katar.

HM í frjálsum fer fram í Peking í Kína 22. ágúst til 30. ágúst 2015 og verður í London 5. til 13. ágúst 2017. Síðasta HM í frjálsum fór fram Moskvu á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×