Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2014 13:17 Formaður Læknafélagsins telur að samninganefnd ríkisins hafi ekki nægjanlegt umboð frá stjórnvöldum til að ganga frá nýjum kjarasamningum. Starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land er í lágmarki og skurðlæknar bættust í hópinn í dag í verkfallsaðgerðum lækna. Fátt bendir til að samningar muni takast við lækna á næstunni. Samningafundir eru mjög strjálir og hafa engu skilað til þessa. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands segir að fundað verði hjá Ríkissáttasemjara í dag.Sýnir þetta ekki að kröfur ykkar lækna eru einfaldlega of miklar? „Það tel ég alls ekki vera. Þess vegna settum við upp langa verkfallsboðun af því að við áttum alveg von á því að ef út í það færi að til verkfalls kæmi gæti það verið langvarandi. Þannig að ég tel að það sé alls ekki hægt að draga þá ályktun af því sem er á undan gengið,“ segir Þorbjörn. Kröfur lækna miði m.a. að því að koma í veg fyrir flótta lækna frá landinu.Eruð þið tilbúnir að koma að einhverju heildarsamkomulagi við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins um það hvernig verði staðið að því að bæta ykkar kjör?„Ég get ekki svarað því. Þetta er auðvitað höfuðverkur stjórnvalda að svara þessu. Við höfum sett fram þessar kröfur sem við gerðum í okkar kröfugerð með það að markmiði að viðhalda nægjanlegri læknismönnun. Bæði núna og í framtíðinni og það er eiginlega óháð því hvaða kröfur aðrir setja fram,“ segir Þorbjörn. Aðgerðir lækna hafa nú staðið yfir með hléum í þrjár vikur og kostað almenning margs konar óþægindi og óöryggi. Hundruð aðgerða og læknaviðtala hefur verið slegið á frest og biðlistar lengst og nýir orðið til þar sem þeir voru ekki áður. Segja má að læknisþjónusta sé almennt í lágmarki og aðeins neyðartilfellum sinnt. Þorbjörn segir rétt að lítið hafi gerst við samningaborðið á vikulegum fundum deiluaðila. „Nei, nei það væri auðvitað heppilegra að það væri hægt að hittast oftar og nálgast lausn. En við teljum að það standi á því að samningamenn ríkisins fái víðtækara umboð til að ræða við okkur en þeir hafa í dag,“ segir Þorbjörn. Það hafi ekkert breyst að samninganefnd ríkisins hafi of þröngt umboð. Verði ekki komið til móts við kröfur lækna verði læknar ekki tilbúnir til að koma heim til starfa og nú þegar sé byrjað að fjara undan í þeim efnum.Erum við að fara fram af einhverri bjargbrún með þetta allt saman?„Ég held að eftir því sem þetta dregst lengur að þá eykst hættan á því að þeir læknar sem eru að hugsa sinn gang segi upp og hreinlega flytji. Þá er auðvitað hætt við því að við endurheimtum þá ekki aftur,“ segir Þorbjörn.Þá er illa komið fyrir íslenskri heilbrigðisþjónustu?„Já þá erum við verr stödd. Það er augljóst,“ segir Þorbjörn Jónsson. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Formaður Læknafélagsins telur að samninganefnd ríkisins hafi ekki nægjanlegt umboð frá stjórnvöldum til að ganga frá nýjum kjarasamningum. Starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land er í lágmarki og skurðlæknar bættust í hópinn í dag í verkfallsaðgerðum lækna. Fátt bendir til að samningar muni takast við lækna á næstunni. Samningafundir eru mjög strjálir og hafa engu skilað til þessa. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands segir að fundað verði hjá Ríkissáttasemjara í dag.Sýnir þetta ekki að kröfur ykkar lækna eru einfaldlega of miklar? „Það tel ég alls ekki vera. Þess vegna settum við upp langa verkfallsboðun af því að við áttum alveg von á því að ef út í það færi að til verkfalls kæmi gæti það verið langvarandi. Þannig að ég tel að það sé alls ekki hægt að draga þá ályktun af því sem er á undan gengið,“ segir Þorbjörn. Kröfur lækna miði m.a. að því að koma í veg fyrir flótta lækna frá landinu.Eruð þið tilbúnir að koma að einhverju heildarsamkomulagi við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins um það hvernig verði staðið að því að bæta ykkar kjör?„Ég get ekki svarað því. Þetta er auðvitað höfuðverkur stjórnvalda að svara þessu. Við höfum sett fram þessar kröfur sem við gerðum í okkar kröfugerð með það að markmiði að viðhalda nægjanlegri læknismönnun. Bæði núna og í framtíðinni og það er eiginlega óháð því hvaða kröfur aðrir setja fram,“ segir Þorbjörn. Aðgerðir lækna hafa nú staðið yfir með hléum í þrjár vikur og kostað almenning margs konar óþægindi og óöryggi. Hundruð aðgerða og læknaviðtala hefur verið slegið á frest og biðlistar lengst og nýir orðið til þar sem þeir voru ekki áður. Segja má að læknisþjónusta sé almennt í lágmarki og aðeins neyðartilfellum sinnt. Þorbjörn segir rétt að lítið hafi gerst við samningaborðið á vikulegum fundum deiluaðila. „Nei, nei það væri auðvitað heppilegra að það væri hægt að hittast oftar og nálgast lausn. En við teljum að það standi á því að samningamenn ríkisins fái víðtækara umboð til að ræða við okkur en þeir hafa í dag,“ segir Þorbjörn. Það hafi ekkert breyst að samninganefnd ríkisins hafi of þröngt umboð. Verði ekki komið til móts við kröfur lækna verði læknar ekki tilbúnir til að koma heim til starfa og nú þegar sé byrjað að fjara undan í þeim efnum.Erum við að fara fram af einhverri bjargbrún með þetta allt saman?„Ég held að eftir því sem þetta dregst lengur að þá eykst hættan á því að þeir læknar sem eru að hugsa sinn gang segi upp og hreinlega flytji. Þá er auðvitað hætt við því að við endurheimtum þá ekki aftur,“ segir Þorbjörn.Þá er illa komið fyrir íslenskri heilbrigðisþjónustu?„Já þá erum við verr stödd. Það er augljóst,“ segir Þorbjörn Jónsson.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira