Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2014 13:17 Formaður Læknafélagsins telur að samninganefnd ríkisins hafi ekki nægjanlegt umboð frá stjórnvöldum til að ganga frá nýjum kjarasamningum. Starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land er í lágmarki og skurðlæknar bættust í hópinn í dag í verkfallsaðgerðum lækna. Fátt bendir til að samningar muni takast við lækna á næstunni. Samningafundir eru mjög strjálir og hafa engu skilað til þessa. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands segir að fundað verði hjá Ríkissáttasemjara í dag.Sýnir þetta ekki að kröfur ykkar lækna eru einfaldlega of miklar? „Það tel ég alls ekki vera. Þess vegna settum við upp langa verkfallsboðun af því að við áttum alveg von á því að ef út í það færi að til verkfalls kæmi gæti það verið langvarandi. Þannig að ég tel að það sé alls ekki hægt að draga þá ályktun af því sem er á undan gengið,“ segir Þorbjörn. Kröfur lækna miði m.a. að því að koma í veg fyrir flótta lækna frá landinu.Eruð þið tilbúnir að koma að einhverju heildarsamkomulagi við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins um það hvernig verði staðið að því að bæta ykkar kjör?„Ég get ekki svarað því. Þetta er auðvitað höfuðverkur stjórnvalda að svara þessu. Við höfum sett fram þessar kröfur sem við gerðum í okkar kröfugerð með það að markmiði að viðhalda nægjanlegri læknismönnun. Bæði núna og í framtíðinni og það er eiginlega óháð því hvaða kröfur aðrir setja fram,“ segir Þorbjörn. Aðgerðir lækna hafa nú staðið yfir með hléum í þrjár vikur og kostað almenning margs konar óþægindi og óöryggi. Hundruð aðgerða og læknaviðtala hefur verið slegið á frest og biðlistar lengst og nýir orðið til þar sem þeir voru ekki áður. Segja má að læknisþjónusta sé almennt í lágmarki og aðeins neyðartilfellum sinnt. Þorbjörn segir rétt að lítið hafi gerst við samningaborðið á vikulegum fundum deiluaðila. „Nei, nei það væri auðvitað heppilegra að það væri hægt að hittast oftar og nálgast lausn. En við teljum að það standi á því að samningamenn ríkisins fái víðtækara umboð til að ræða við okkur en þeir hafa í dag,“ segir Þorbjörn. Það hafi ekkert breyst að samninganefnd ríkisins hafi of þröngt umboð. Verði ekki komið til móts við kröfur lækna verði læknar ekki tilbúnir til að koma heim til starfa og nú þegar sé byrjað að fjara undan í þeim efnum.Erum við að fara fram af einhverri bjargbrún með þetta allt saman?„Ég held að eftir því sem þetta dregst lengur að þá eykst hættan á því að þeir læknar sem eru að hugsa sinn gang segi upp og hreinlega flytji. Þá er auðvitað hætt við því að við endurheimtum þá ekki aftur,“ segir Þorbjörn.Þá er illa komið fyrir íslenskri heilbrigðisþjónustu?„Já þá erum við verr stödd. Það er augljóst,“ segir Þorbjörn Jónsson. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Formaður Læknafélagsins telur að samninganefnd ríkisins hafi ekki nægjanlegt umboð frá stjórnvöldum til að ganga frá nýjum kjarasamningum. Starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land er í lágmarki og skurðlæknar bættust í hópinn í dag í verkfallsaðgerðum lækna. Fátt bendir til að samningar muni takast við lækna á næstunni. Samningafundir eru mjög strjálir og hafa engu skilað til þessa. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands segir að fundað verði hjá Ríkissáttasemjara í dag.Sýnir þetta ekki að kröfur ykkar lækna eru einfaldlega of miklar? „Það tel ég alls ekki vera. Þess vegna settum við upp langa verkfallsboðun af því að við áttum alveg von á því að ef út í það færi að til verkfalls kæmi gæti það verið langvarandi. Þannig að ég tel að það sé alls ekki hægt að draga þá ályktun af því sem er á undan gengið,“ segir Þorbjörn. Kröfur lækna miði m.a. að því að koma í veg fyrir flótta lækna frá landinu.Eruð þið tilbúnir að koma að einhverju heildarsamkomulagi við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins um það hvernig verði staðið að því að bæta ykkar kjör?„Ég get ekki svarað því. Þetta er auðvitað höfuðverkur stjórnvalda að svara þessu. Við höfum sett fram þessar kröfur sem við gerðum í okkar kröfugerð með það að markmiði að viðhalda nægjanlegri læknismönnun. Bæði núna og í framtíðinni og það er eiginlega óháð því hvaða kröfur aðrir setja fram,“ segir Þorbjörn. Aðgerðir lækna hafa nú staðið yfir með hléum í þrjár vikur og kostað almenning margs konar óþægindi og óöryggi. Hundruð aðgerða og læknaviðtala hefur verið slegið á frest og biðlistar lengst og nýir orðið til þar sem þeir voru ekki áður. Segja má að læknisþjónusta sé almennt í lágmarki og aðeins neyðartilfellum sinnt. Þorbjörn segir rétt að lítið hafi gerst við samningaborðið á vikulegum fundum deiluaðila. „Nei, nei það væri auðvitað heppilegra að það væri hægt að hittast oftar og nálgast lausn. En við teljum að það standi á því að samningamenn ríkisins fái víðtækara umboð til að ræða við okkur en þeir hafa í dag,“ segir Þorbjörn. Það hafi ekkert breyst að samninganefnd ríkisins hafi of þröngt umboð. Verði ekki komið til móts við kröfur lækna verði læknar ekki tilbúnir til að koma heim til starfa og nú þegar sé byrjað að fjara undan í þeim efnum.Erum við að fara fram af einhverri bjargbrún með þetta allt saman?„Ég held að eftir því sem þetta dregst lengur að þá eykst hættan á því að þeir læknar sem eru að hugsa sinn gang segi upp og hreinlega flytji. Þá er auðvitað hætt við því að við endurheimtum þá ekki aftur,“ segir Þorbjörn.Þá er illa komið fyrir íslenskri heilbrigðisþjónustu?„Já þá erum við verr stödd. Það er augljóst,“ segir Þorbjörn Jónsson.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira