Innlent

Umboðsmaður krefur ráðherra svara vegna flutninga Fiskistofu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Sigurður Ingi Jóhansson, sjávarútvegsráðherra.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Sigurður Ingi Jóhansson, sjávarútvegsráðherra. Vísir
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávar- og landbúnaðarráðherra, vegna fyrirhugaðra flutninga Fiskistofu af höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir gögnum sem styðja lagalega ákvörðun ráðherra vegna flutninganna. RÚV greinir frá.

Umboðsmaður sendir bréfið í kjölfar beiðni starfsmanna Fiskistofu sem leituðu til hans og kvörtuðu yfir flutningunum. Krefjast þeir upplýsinga um á hvaða lagalega grundvelli hafi verið byggt þegar starfsmönnum var tilkynnt í sumar að flutningar stæðu til. Vísað er í orð Sigurðar Inga í fréttum RÚV þremur dögum síðar þar sem fram kom að tryggt yrði að flutningarnir yrðu með löglegum hætti.

Umboðsmaður óskar einnig eftir afstöðu ráðherra til þess hvernig það samrýmist vönduðum stjórnsýsluháttum að kynna starfsfólki flutninginn með þeim hætti sem gert var. Þá er óskað eftir öllum þeim gögnum sem tekin hafa verið saman um heimild ráðherra til að ákveða flutninganna.

Ráðherra hefur til 10. desember til að svara bréfi umboðsmanns.


Tengdar fréttir

Ráðherra forðast Hafnfirðinga

Hafnfirðingar ná ekki eyrum Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra, en bæjarstjóri hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná fundi hans. Mikil gremja er í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðs flutnings Fiskistofu úr bæjarfélaginu.

Gagnrýnir bréf formanns BHM

Guðmundur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir sérstakt að forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og formaður Bandalags háskólamanna hafi sent frá sér bréf vegna Fiskistofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×