ESB reiðubúið til að halda viðræðum við Ísland áfram Þorfinnur Ómarsson skrifar 15. nóvember 2014 14:04 Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Íslendinga áfram. Ný framkvæmdastjórn sambandsins segir framhaldið alfarið í höndum Íslendinga. Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók við fyrr í þessum mánuði, undir forsæti Jean-Claude Junckers, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar. Fyrr á þessu ári lýsti Juncker því yfir, að á fimm ára valdatíma sínum yrðu engum nýjum aðildarríkjum hleypt inn í sambandið. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Þessi túlkun Gunnars Braga stangast á við álit nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Aðildarviðræður heyra nú undir Austurríkismanninn Johannes Hahn, en athygli vekur að hans fyrsta verk í embætti er að heimsækja tvö önnur umsóknarríki, Serbíu og Svartfjallaland, í því skyni að halda aðildarviðræðum við þau áfram. Í þessu ljósi spurði fréttastofa nýjan framkvæmdastjóra aðildarviðræðna hvort sambandið væri einnig reiðubúið að halda viðræðum við Ísland áfram, svo fremi sem ríkisstjórn Íslands sýndi því áhuga. Sem kunnugt er hafa viðræður við Íslendinga legið niðri frá því í ársbyrjun 2013, en þeim hefur þó ekki verið slitið formlega. Svar nýja framkvæmdastjórans við fyrirspurn fréttastofu er mjög skýrt, hann segir ekki standa á ESB að hefja aðildarviðræður að nýju. „Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður að nýju er alfarið í höndum Íslendinga,“ segir Hahn. Því má velta fyrir sér hvort fjölmiðlar hafi oftúlkað orð Junckers um fimm ára stækkunarstopp. Embættismenn í stækkunardeild ESB, sem fréttastofa hefur rætt við, eru reyndar á einu máli um að Juncker hafi einfaldlega verið að lýsa yfir raunsæju mati á stöðu viðræðna við öll þau ríki sem sótt hafa um aðild, Ísland þar með talið. Í raun séu engar líkur til þess að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum og samþykkja inngöngu á skemmri tíma en 5 árum. Í fyrsta lagi hafi ríkisstjórn Íslands gefið mjög skýrt til kynna um að hún hyggðist ekki halda viðræðum áfram. Jafnvel þó breyting yrði á þeirri stefnu er afar ólíklegt að hægt yrði að ljúka erfiðustu viðræðuköflunum, svo sem fiskveiðum, á innan við tveimur árum. Í þriðja lagi: Ef svo ólíklega vildi til að hvort tveggja tækist, þá verður að hafa í huga að það tekur tvö til þrjú ár að undirrita sáttmála við nýtt aðildarríki og fá hann samþykktan í 28 þjóðþingum ESB. Niðurstaðan er því að Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum áfram og því mistúlkun ef íslenskir ráðamenn halda öðru fram. Engu að síður yrði Ísland varla aðili að sambandinu innan 5 ára, jafnvel þó viðræðum yrði framhaldið strax í dag. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Íslendinga áfram. Ný framkvæmdastjórn sambandsins segir framhaldið alfarið í höndum Íslendinga. Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók við fyrr í þessum mánuði, undir forsæti Jean-Claude Junckers, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar. Fyrr á þessu ári lýsti Juncker því yfir, að á fimm ára valdatíma sínum yrðu engum nýjum aðildarríkjum hleypt inn í sambandið. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Þessi túlkun Gunnars Braga stangast á við álit nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Aðildarviðræður heyra nú undir Austurríkismanninn Johannes Hahn, en athygli vekur að hans fyrsta verk í embætti er að heimsækja tvö önnur umsóknarríki, Serbíu og Svartfjallaland, í því skyni að halda aðildarviðræðum við þau áfram. Í þessu ljósi spurði fréttastofa nýjan framkvæmdastjóra aðildarviðræðna hvort sambandið væri einnig reiðubúið að halda viðræðum við Ísland áfram, svo fremi sem ríkisstjórn Íslands sýndi því áhuga. Sem kunnugt er hafa viðræður við Íslendinga legið niðri frá því í ársbyrjun 2013, en þeim hefur þó ekki verið slitið formlega. Svar nýja framkvæmdastjórans við fyrirspurn fréttastofu er mjög skýrt, hann segir ekki standa á ESB að hefja aðildarviðræður að nýju. „Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður að nýju er alfarið í höndum Íslendinga,“ segir Hahn. Því má velta fyrir sér hvort fjölmiðlar hafi oftúlkað orð Junckers um fimm ára stækkunarstopp. Embættismenn í stækkunardeild ESB, sem fréttastofa hefur rætt við, eru reyndar á einu máli um að Juncker hafi einfaldlega verið að lýsa yfir raunsæju mati á stöðu viðræðna við öll þau ríki sem sótt hafa um aðild, Ísland þar með talið. Í raun séu engar líkur til þess að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum og samþykkja inngöngu á skemmri tíma en 5 árum. Í fyrsta lagi hafi ríkisstjórn Íslands gefið mjög skýrt til kynna um að hún hyggðist ekki halda viðræðum áfram. Jafnvel þó breyting yrði á þeirri stefnu er afar ólíklegt að hægt yrði að ljúka erfiðustu viðræðuköflunum, svo sem fiskveiðum, á innan við tveimur árum. Í þriðja lagi: Ef svo ólíklega vildi til að hvort tveggja tækist, þá verður að hafa í huga að það tekur tvö til þrjú ár að undirrita sáttmála við nýtt aðildarríki og fá hann samþykktan í 28 þjóðþingum ESB. Niðurstaðan er því að Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum áfram og því mistúlkun ef íslenskir ráðamenn halda öðru fram. Engu að síður yrði Ísland varla aðili að sambandinu innan 5 ára, jafnvel þó viðræðum yrði framhaldið strax í dag.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira