Tónlist

Myndband: Úlfur Úlfur og og Dans Dans Dans sigurvegari

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Í dag gáfu út rappararnir Arnar Freyr og Helgi Sæmundur í sveitinni Úlfur Úlfur út nýtt tónlistarmyndband við lagið Tvær plánetur.

Þar má sjá þá rappandi í Toppstöðinni í Elliðaárdal á meðan dansari sýnir listir sínar.

Fram kemur á dv.is að myndbandið byggir á dansverki Hildar Ólafsdóttur sem flutt er af Helgu Kristínu Ingólfsdóttur, sigurvegara Dans Dans Dans sjónvarpsþáttarins.

Fjölmargir komu að gerð myndbandsins, sem var framleitt af Tjarnargötunni.

Freyr Árnason leikstýrði myndbandinu enBirgir Ólafur Pétursson sá um kvikmyndatöku. Baldvin Vernharðsson var ljósameistari, Jason Egilsson sá um grip og Pétur Már Pétursson um aðstoð við ljós.

Kári Jóhannsson sá um klippingu og Birgir Ólafur Pétursson um litaleiðréttingu. Helgi Sæmundur framleiddi. Reddlights hljóðblandaði lagið ásamt sveitinni.



Búningahönnuður var Auður Reynisdóttir, stílisti Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir og sminka Elva Hlín Guðrúnardóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.