Innlent

Myndir vikunnar: Leiðréttingin og lekamálið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ljósmyndarar fréttastofu 365 fóru víða í vikunni.
Ljósmyndarar fréttastofu 365 fóru víða í vikunni. vísir/365
Leiðréttingin og Lekamálið hefur verið fyrirferðarmikil í fréttum vikunnar. Játning Gísla Freys Valdórssonar kom öllum í opna skjöldu og var almenningur misjafnlega sáttur með skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar.

Myndir segja meira en þúsund orð og það er ástæða þess að hinir harðduglegu ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins eru alltaf á ferð og flugi.

Þeir að sjálfsögðu náðu þessu öllu saman, og meiru til, á mynd en myndirnar má sjá hér að neðan. 

Ragnar Heiðar Guðjónsson ræktar ostrusveppina í plasthólkum sem hann fyllir með íslenskum hálmi sem fellur til við byggræktun.Vísir/vilhelm
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fór mikinn á Alþingi í vikunni.Vísir/vilhelm
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Aðstoðarmaður hennar játaði að hafa brotið lög þegar hann lak minnisblaði úr InnanríkisráðuneytinuVísir/vilhelm
Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í fangelsi eftir að hafa játað að hafa lekið minnisblaði út úr Innanríkisráðuneytinu.Vísir/gva
Töluverður bruni kom upp á B5 í vikunni og var allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn.Vísir/gva
Gunnar V. Andrésson náði þessari mögnuðu mynd yfir Reykjavíkurborg.Vísir/gva
Fram og Grótta tókust á í Coca Cola bikar kvenna í handknattleik en þetta eru tvö af sterkustu liðum landsins.Vísir/ernir
Mótmælt var á Austurvelli annan mánudaginn í röð.Vísir/vilhelm
Mótmælt var á Austurvelli annan mánudaginn í röð.Vísir/vilhelm
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Hörpu.Vísir/gva
Mikil stemmning var á Iceland Airwaves þegar FM Belfast stigu á stokk.Vísir/andri marinó
Flaming Lips voru frábærir í Vodafone-höllinni á sunnudagskvöldið. Lokuðu Iceland Airwaves með stælVísir/ernir
Íslenska landsliðið í badminton tók þátt í undankeppni EM og mætti þar Tyrkjum.Vísir/vilhelm
Það var oft á tíðum mögnuð stemmning í Listasafninu á Iceland Airwaves.Vísir/andri marinó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×