Erlent

Svíar með sannanir fyrir landhelgisbrotum í skerjagarðinum

Atli Ísleifsson skrifar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Vísir/AFP
Sænsk stjórnvöld hafa nú sannarnir sem taka af allan vafa um að neðansjávarfarkostur hafi brotið friðhelgi landhelginnar í skerjagarðinum fyrir utan sænsku höfuðborgina Stokkhólm í október. Þetta kemur fram á vef Svenska dagbladet.

Sænski forsætisráðherrann Stefan Löfven, varnarmálaráðherrann Peter Hultqvist og hershöfðinginn Sverker Göranson munu halda fréttamannafund þessa efnis klukkan 10.30. Göranson mun þar kynna skýrslu hersins um leitina.

Mikill viðbúnaður var í Svíþjóð vegna málsins í október, en starfsmenn sænska yfirvalda höfðu þá komist yfir talstöðvarskilaboð á rússnesku og tölvu fullvíst að um landhelgisbrot væri að ræða. Rússnesk yfirvöld neituðu því allan tímann að um rússneskan kafbát hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir

Dularfullur kafbátur í Svíþjóð

Rússneskt skip sem er sérstaklega búið tækjum til leitar á hafsbotni siglir nú í átt að sænska Skerjagarðinum þar sem umfangsmikil leit stendur yfir að óþekktum kafbát.

Kafbáturinn enn ófundinn

Sænski herinn leitar enn að mögulegum kafbát í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm en nú eru sex dagar liðnir frá því leitin hófst.

Svíar hættir að leita að kafbátnum í skerjagarðinum

Sænski herinn hefur hætt leitinni í sænska skerjagarðinum en í heila viku hefur her manna leitað torkennilegs hlutar sem sjónarvottar sáu þar á floti. Talið var líklegt að um rússneskan kafbát hefði verið að ræða en leitin bar þó engan árangur.

Hafna fullyrðingum um kafbát í vanda

Leit sænska sjóhersins að kafbáti í sænska Skerjagarðinum hefur engan árangur borið. Talið er að kafbáturinn sé rússneskur og eigi við einhvers konar vélarbilun að stríða en Rússar vísa þessum fullyrðingum á bug.

Leitin skilar litlum árangri

Sænski herinn hélt í gær áfram að leita að óþekktu neðansjávarfarartæki í sænska skerjagarðinum úti fyrir Stokkhólmi. Grunur hefur beinst að Rússum, en engar staðfestingar fengist á neinu frekar en fyrri daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×