Hver og einn meðlimur viðbragðsteymis Landspítalans vegna ebólu er líftryggður fyrir þrjátíu og átta milljónir. Forstjóri Landspítalans fékk staðfestingu á því frá fjármálaráðuneytinu í dag.
Byrjað var að manna viðbragðsteymi Landspítalans vegna ebólu í júlí. Ekki hefur hins vegar tekist að fullmanna teymið þar sem tryggingarmál starfsmanna voru ekki komin á hreint. Nú hefur hins vegar verið gengið frá því og verður hver og einn líftryggður fyrir 38 milljónir.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir þetta er þrisvar sinnum hærri upphæð en almennir starfsmenn í heilbrigðiskerfinu eru líftryggðir fyrir. Þá segir hann upphæðina samsvarandi þeirri tryggingu sem þeir læknar sem hafa sinnt þyrluútköllum hafa verið með. Hann segir um fimm manns vanta til að teymið verði fullmanna og vonast til að með þessu verði hægt að fullmanna teymið.
Innlent