Innlent

Niðurstaða umboðsmanns að Hanna Birna hafi brotið gegn hæfisreglu

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, braut gegn reglum um hæfi í samskiptum sínum um lekamálið við fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt verður í næstu viku, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Umboðsmaður óskaði í júlí eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu um samskipti hennar við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar frétta DV um afskipti hennar af rannsókn lekamálsins svokallaða. Heimildir okkar herma að það verði niðurstaða umboðsmanns að Hanna Birna hafi brotið gegn óskráðri reglu um sérstakt hæfi með samskiptum sínum við Stefán.

Samskiptin hafi ekki samrýmst svokölluðum yfirstjórnunarheimildum hennar gagnvart embættinu. Þessi niðurstaða mun þó ekki hafa nein lögformleg áhrif á hæfi Hönnu Birnu til að gegna embætti innanríkisráðherra. Reiknað er með niðurstöðu umboðsmanns á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×