Fótbolti

Ólafur Ingi klár í slaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar
Ólafur Ingi er hressari í dag. Hann er hér hægra megin á myndinni.
Ólafur Ingi er hressari í dag. Hann er hér hægra megin á myndinni. vísir/pjetur
Ólafur Ingi Skúlason verður til taks fyrir íslenska landsliðið sem mætir Belgíu hér í Brussel í kvöld.

Ólafur Ingi, sem leikur með Zulte Waregem í belgísku úrvalsdeildinni, veiktist aðfaranótt þriðjudags en er nú orðinn frískur á nú.

Hann var með á æfingu Íslands í hádeginu í dag, rétt eins og aðrir leikmenn liðsins að sögn Ómars Smárasonar, fjölmiðlafulltrúa KSÍ.

Það eina sem liggur fyrir er að Kári Árnason mun ekki spila með Íslandi í kvöld vegna támeiðsla en vonir eru bundnar við að hann nái leiknum gegn Tékklandi á sunnudagskvöld.

Allir aðrir leikmenn eru leikfærir og klárir í slaginn í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi


Tengdar fréttir

Þjálfari Belgíu: Fáir veikleikar í íslenska liðinu

Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, stillir upp ógnarsterku liði gegn Íslandi í vináttulandsleik liðanna í kvöld. Marouane Fellaini og Moussa Dembélé eru með það hlutverk að brjóta niður sóknir íslenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×