Gísli Freyr grét í dómsal Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 11:43 Gísli Freyr og Rakel í dómsal í dag. vísir/gva Mál Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ekki var annað að sjá en að málið tæki verulega á hann, en viðstaddir tóku eftir því að á tímapunkti runnu tár niður kinnar hans. Eiginkona Gísla, Rakel Lúðvíksdóttir, sat meðferðina og þerraði tárin á hvarmi hans að meðferð lokinni. Gekk hún svo með honum úr dómsal. Verjandi hans, Ólafur Garðarsson, hafði jafnframt orð á því að málið hefði lagst þungt á hann. „Ég hef horft upp á ákærða sökkva dýpra og dýpra eftir því sem styttist í aðalmeðferðina,“ sagði Ólafur. Gísli Freyr játaði brot sitt fyrir verjanda sínum á mánudag og fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í gær. „Jafnvel þó ég verði sýknaður þá get ég ekki hugsað mér að lifa við þetta,“ hafði Ólafur eftir umbjóðanda sínum.Eins og fram hefur komið á Vísi styður Rakel þétt við bakið á eiginmanni sínum og lýsti yfir fullum stuðningi við hann á Facebook í dag. „Þessi dagur markar nýtt upphaf. Upphaf sem ég veit ekki hvað ber í skauti sér. Ég óttast ekki framtíðina, ég býð hana velkomna með öllu sem hún hefur upp á að bjóða. Gleði, sigra, sorg og áskoranir,“ sagði Rakel á Facebook seint í gær. „Í dag er ég stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín. Það þarf kjark og þor til þess.“ Gísli Freyr var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann myndu una dóminum. Lekamálið Tengdar fréttir Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Mál Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ekki var annað að sjá en að málið tæki verulega á hann, en viðstaddir tóku eftir því að á tímapunkti runnu tár niður kinnar hans. Eiginkona Gísla, Rakel Lúðvíksdóttir, sat meðferðina og þerraði tárin á hvarmi hans að meðferð lokinni. Gekk hún svo með honum úr dómsal. Verjandi hans, Ólafur Garðarsson, hafði jafnframt orð á því að málið hefði lagst þungt á hann. „Ég hef horft upp á ákærða sökkva dýpra og dýpra eftir því sem styttist í aðalmeðferðina,“ sagði Ólafur. Gísli Freyr játaði brot sitt fyrir verjanda sínum á mánudag og fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í gær. „Jafnvel þó ég verði sýknaður þá get ég ekki hugsað mér að lifa við þetta,“ hafði Ólafur eftir umbjóðanda sínum.Eins og fram hefur komið á Vísi styður Rakel þétt við bakið á eiginmanni sínum og lýsti yfir fullum stuðningi við hann á Facebook í dag. „Þessi dagur markar nýtt upphaf. Upphaf sem ég veit ekki hvað ber í skauti sér. Ég óttast ekki framtíðina, ég býð hana velkomna með öllu sem hún hefur upp á að bjóða. Gleði, sigra, sorg og áskoranir,“ sagði Rakel á Facebook seint í gær. „Í dag er ég stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín. Það þarf kjark og þor til þess.“ Gísli Freyr var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann myndu una dóminum.
Lekamálið Tengdar fréttir Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21
Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57
„Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03
Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00
Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00