Innlent

Dagur heggur niður tré fyrir Færeyinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Stefán
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mun fella jólatré hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk sem fært verður íbúum Þórshafnar í Færeyjum að gjöf fyrir þessi jól.

Borgarstjóri mun koma í Heiðmörk við Elliðavatnsbæ miðvikudaginn 12. nóvember nk. klukkan 16.00 og fá kennslu í skógarhöggi og viðeigandi öryggisbúnað hjá starfsmönnum Skógræktarfélagsins og í kjölfarið fella jólatréð.

Tréð hefur verið valið en það er um tólf metra hátt sitkagreni sem var gróðursett fyrir um hálfri öld.

Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, mun færa Þórshafnarbúum tréð síðar í mánuðinum en þetta er í annað sinn sem Reykjavíkurborg og Skógræktarfélagið senda Færeyingum jólatré.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×