Vandræðagangur við skipan þjóðleikhússtjóra Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2014 10:28 Svo virðist sem Illugi geti ekki gert upp við sig hvern skal skipa í stöðu Þjóðleikhússtjóra og er biðin að verða vandræðalega löng. Þeir sem fylgjast með menningarmálum eru margir orðnir ákaflega langeygir eftir því að til tíðinda dragi; að skipaður verði Þjóðleikhússtjóri. Þannig spyr Selma Björns leikstjóri á Facebook nýverið hvenær í ósköpunum menntamálaráðherra ætli „eiginlega að tilkynna nýjan Þjóðleikhússtjóra? Er þetta ekki orðið vandræðalegt og virðingalaust gagnvart umsækjendum? Jah, maður spyr sig.“ Fjölmargir þekktir úr leikhúsgeiranum eru til að taka undir með Selmu, auk Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra. Staðan var auglýst til umsóknar 1. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014 en mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust umsóknir frá þremur konum og sjö körlum. Búist hafði verið við því að niðurstaðan lægi fyrir hver tekur við stjórn leikhússins um áramót þegar Tinna Gunnlaugsdóttir lætur af störfum. Vísir hefur undanfarna daga haft ítrekað samband við menntamálaráðuneytið til að grennslast fyrir um málið og fengið þau svör ítrekað að svars sé að vænta innan skamms en ekki hefur enn dregið til tíðinda. Ingimundur Sigfússon, formaður Þjóðleikhúsráðs, tjáði Vísi í gær að ráðið hafi gefið umsögn og það sé í höndum ráðuneytisins. „Ég veit ekkert enda málið ekki í mínum höndum.“ Samkvæmt heimildum Vísis hefur val Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra einkum verið milli þeirra Ragnheiðar Skúladóttur og Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins, og er þá litið til menntunar þeirra og reynslu. Ari er lærður leikari og er með bæði MSc í hagfræði og MBA, auk náms í bókmenntafræði. Ragnheiður er með mastergráðu í leikhúsfræðum, hún var deildarstjóri leiklistadeildar Listaháskólans og hefur undanfarið verið leikhússtjóri á Akureyri. Bæði voru þau kölluð til viðtals hjá ráðherra fyrir þremur vikum. Þá var búið var að þrengja hóp umsækjenda en þau hin sem helst komu til álita voru þau Marta Nordal og Rúnar Guðbrandsson. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Halldór Einarsson Laxness, Hávar Sigurjónsson, Hilmar Jónsson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Reynir Freyr Reynisson og Trausti Ólafsson. Þá hefur Vísir heyrt kenningar þess efnis að hugsanlegt sé að kominn sé kandídat inn í myndina sem ekki var meðal upphaflegra umsækjenda. Þá myndi menntamálaráðherra gefa það út að staðan verði auglýst á ný, en víst er að ekki er mikill tími til stefnu, reynist fótur fyrir þessu. Þetta eru ekki einu vandræðin sem tengst hafa Þjóðleikhúsinu en nýverið kom upp sérkennileg staða varðandi samningamál Tinnu leikhússtjóra, en hún er nú að æfa í Sjálfstæðu fólki - hetjusögu, sem verður jólasýning Þjóðleikhússins. Tinna hefur gegnt stöðu leikhússtjóra frá árinu 2004 eða í tíu ár. Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára, frá 1. janúar 2015. Grunnlaun leikhússtjóra samkvæmt taxta eru 659.654 krónur.Uppfært: 11:18 Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er enginn flugufótur fyrir því að um annan kandídat sé að ræða utan þeirra sem sóttu um stöðuna. Málið er í ferli. Tengdar fréttir Tíu sóttu um starf þjóðleikhússtjóra Skipað er í stöðuna til fimm ára og mun sá útvaldi hefja störf þann 1. janúar næstkomandi. 3. september 2014 16:02 Krísa innan Þjóðleikhússins Upp er komin flókin og erfið staða innan Þjóðleikhússins vegna hugsanlegra hagsmunatengsla Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra en til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk á sviðinu þar innan tíðar. 11. október 2014 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þeir sem fylgjast með menningarmálum eru margir orðnir ákaflega langeygir eftir því að til tíðinda dragi; að skipaður verði Þjóðleikhússtjóri. Þannig spyr Selma Björns leikstjóri á Facebook nýverið hvenær í ósköpunum menntamálaráðherra ætli „eiginlega að tilkynna nýjan Þjóðleikhússtjóra? Er þetta ekki orðið vandræðalegt og virðingalaust gagnvart umsækjendum? Jah, maður spyr sig.“ Fjölmargir þekktir úr leikhúsgeiranum eru til að taka undir með Selmu, auk Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra. Staðan var auglýst til umsóknar 1. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014 en mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust umsóknir frá þremur konum og sjö körlum. Búist hafði verið við því að niðurstaðan lægi fyrir hver tekur við stjórn leikhússins um áramót þegar Tinna Gunnlaugsdóttir lætur af störfum. Vísir hefur undanfarna daga haft ítrekað samband við menntamálaráðuneytið til að grennslast fyrir um málið og fengið þau svör ítrekað að svars sé að vænta innan skamms en ekki hefur enn dregið til tíðinda. Ingimundur Sigfússon, formaður Þjóðleikhúsráðs, tjáði Vísi í gær að ráðið hafi gefið umsögn og það sé í höndum ráðuneytisins. „Ég veit ekkert enda málið ekki í mínum höndum.“ Samkvæmt heimildum Vísis hefur val Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra einkum verið milli þeirra Ragnheiðar Skúladóttur og Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins, og er þá litið til menntunar þeirra og reynslu. Ari er lærður leikari og er með bæði MSc í hagfræði og MBA, auk náms í bókmenntafræði. Ragnheiður er með mastergráðu í leikhúsfræðum, hún var deildarstjóri leiklistadeildar Listaháskólans og hefur undanfarið verið leikhússtjóri á Akureyri. Bæði voru þau kölluð til viðtals hjá ráðherra fyrir þremur vikum. Þá var búið var að þrengja hóp umsækjenda en þau hin sem helst komu til álita voru þau Marta Nordal og Rúnar Guðbrandsson. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Halldór Einarsson Laxness, Hávar Sigurjónsson, Hilmar Jónsson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Reynir Freyr Reynisson og Trausti Ólafsson. Þá hefur Vísir heyrt kenningar þess efnis að hugsanlegt sé að kominn sé kandídat inn í myndina sem ekki var meðal upphaflegra umsækjenda. Þá myndi menntamálaráðherra gefa það út að staðan verði auglýst á ný, en víst er að ekki er mikill tími til stefnu, reynist fótur fyrir þessu. Þetta eru ekki einu vandræðin sem tengst hafa Þjóðleikhúsinu en nýverið kom upp sérkennileg staða varðandi samningamál Tinnu leikhússtjóra, en hún er nú að æfa í Sjálfstæðu fólki - hetjusögu, sem verður jólasýning Þjóðleikhússins. Tinna hefur gegnt stöðu leikhússtjóra frá árinu 2004 eða í tíu ár. Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára, frá 1. janúar 2015. Grunnlaun leikhússtjóra samkvæmt taxta eru 659.654 krónur.Uppfært: 11:18 Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er enginn flugufótur fyrir því að um annan kandídat sé að ræða utan þeirra sem sóttu um stöðuna. Málið er í ferli.
Tengdar fréttir Tíu sóttu um starf þjóðleikhússtjóra Skipað er í stöðuna til fimm ára og mun sá útvaldi hefja störf þann 1. janúar næstkomandi. 3. september 2014 16:02 Krísa innan Þjóðleikhússins Upp er komin flókin og erfið staða innan Þjóðleikhússins vegna hugsanlegra hagsmunatengsla Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra en til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk á sviðinu þar innan tíðar. 11. október 2014 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tíu sóttu um starf þjóðleikhússtjóra Skipað er í stöðuna til fimm ára og mun sá útvaldi hefja störf þann 1. janúar næstkomandi. 3. september 2014 16:02
Krísa innan Þjóðleikhússins Upp er komin flókin og erfið staða innan Þjóðleikhússins vegna hugsanlegra hagsmunatengsla Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra en til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk á sviðinu þar innan tíðar. 11. október 2014 07:00