Fótbolti

Lítill áhugi í Belgíu á leiknum við Ísland

Arnar Björnsson skrifar
Við skulum vona að Fellaini fagni ekkert í kvöld.
Við skulum vona að Fellaini fagni ekkert í kvöld. vísir/getty
Í gær var búið að selja tæplega 20 þúsund miða á vináttulandsleik Belga og Íslendinga í Brussel í kvöld.

Koning Boudewijnstadion tekur 50 þúsund áhorfendur og því ljóst að ekki verður uppselt. Hægt er að kaupa miða á 20 evrur, um þrjú þúsund krónur, þar til klukkutíma fyrir leik.  

Marc Wilmots, þjálfari Belga, valdi í gær byrjunarliðið og spila átta af þeim ellefu sem byrja með liðum í ensku úrvalsdeildinni.  

Alls spila 13 af þeim 25 sem Wilmots valdi með liðum í ensku úrvalsdeildinni og aðeins einn spilar með liði í Belgíu.  

Belgar eru í fjórða sæti á styrkleikalista FIFA en Íslendingar í 28. sæti.  Belgar eru í 3. sæti í

í B-riðli undankeppni Evrópumótsins.  Þeir hafa spilað 2 leiki, burstuðu Andorra og gerðu jafntefli við Bosníumenn á útivelli.  Belgar mæta Walesverjum á sunnudag.


Tengdar fréttir

Þjálfari Belgíu: Fáir veikleikar í íslenska liðinu

Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, stillir upp ógnarsterku liði gegn Íslandi í vináttulandsleik liðanna í kvöld. Marouane Fellaini og Moussa Dembélé eru með það hlutverk að brjóta niður sóknir íslenska liðsins.

Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik

Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×