Fjárhæð leiðréttingar endanleg og ferlið gengið vel Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. nóvember 2014 19:45 Rúmlega níutíu þúsund viðskiptavinir bankanna sem eru með verðtryggð lán gátu í dag séð fjárhæðir leiðréttinga sinna. Mikið álag hefur verið hjá embætti ríkisskattstjóra í allan dag. Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir óheiðarleika í framsetningu á birtri fjárhæð leiðréttingar. Símalínur starfsmanna ríkisskattstjóra voru rauðglóandi í morgun þegar fólk hringdi inn til að fá aðstoð við að samþykkja útreikning á leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Alls bárust 600 símtöl fyrir hádegi.„Ósvífin sölumennska“ Algengasta gildi leiðréttingar hjá einstaklingum er 800 þúsund krónur en 1,4 milljónir króna hjá hjónum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær þegar leiðréttingin væri kynnt að fjárhæðin sem birtist í dag væri endanleg fjárhæð. Á vefnum leiðrétting birtust þessi skilaboð hjá þeim sem sáu staðfesta fjárhæð leiðréttingar í dag: „Útreikningur leiðréttingar er birtur með fyrirvara um reikningsskekkjur og að um rétt lán, frádráttarliði og rétta heimilissögu þína sé að ræða.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnýnir að fjárhæðin sé birt með fyrirvara. Þannig sé ekki sundurliðað fyrir greiðslum vegna skulda á greiðslujöfnunarreikningi viðskiptavina Íbúðalánasjóðs og öðrum kröfum fjármálafyrirtækja, svo dæmi sé tekið. Hann segir þetta ákveðinn óheiðarleika hjá ríkisstjórninni að gefa í skyn að fjárhæð leiðréttingar sé í raun hærri en endanleg leiðrétt fjárhæð. „Manni er brugði yfir því hversu ótrúlega langt menn ganga í ósvífinni sölumennsku fyrir þessa aðgerð,“ segir Steingrímur. Framkvæmdin gengið vel Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri var í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld þar sem hann ræddi framkvæmdina í dag. Starfsfólk ríkisskattstjóra svaraði erindum símleiðis til klukkan fjögur og sinnti síðan erindum í gegnum tölvupóst langt fram á kvöld. Fram kom í máli Skúla að nú þegar hefðu sextíu þúsund manns heimsótt vefinn, leiðrétting.is. Skúli sagði að það hefði bent til þess að flestir hefðu getað skráð sig inn á vefinn og séð staðfesta fjárhæð leiðréttingar hnökralaust. Hann minnti þó á að eftir 15. desember þyrfti fólk að staðfesta ráðstöfun fjárins inn á lánin með rafrænni undirskrift. Til þess hafa umsækjendur 90 daga. Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins365/ÞÞÍ umræðu um skuldaleiðréttinguna hefur komið fram gagnrýni á þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafi talað um forgangsröðun í ríkisfjármálum en styðji síðan millifærslu á kostnað skattgreiðenda á sama tíma. Pétur Blöndal var einn tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Hinn er Vilhjálmur Bjarnason.„Kjósendur vildu þetta“Hefur Sjálfstæðisflokkurinn fórnað grunngildum sínum til þess að ná málamiðlun við Framsóknarflokkinn í þessu máli? „Það urðu kosningar og þetta var aðal kosningamálið og kjósendur vildu þetta. Allavega einhver hluti þeirra. Maður þarf að beygja sig fyrir lýðræðinu í þeim efnum. Ég hefði viljað gera ýmislegt annað við þessa fjármuni, borga niður skuldir ríkissjóðs og svo framvegis en ákvörðun var tekin um að fara þessa leið. Þetta er að mínu mati í samræmi við kosningaúrslitin. Að því gefnu að þetta var gert þá finnst mér þetta hafa komið vel út.“ Í umsögn Péturs Blöndal um frumvarpið til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána segir orðrétt: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. (...) Hér er um miklar upphæðir að ræða af skatttekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Rúmlega níutíu þúsund viðskiptavinir bankanna sem eru með verðtryggð lán gátu í dag séð fjárhæðir leiðréttinga sinna. Mikið álag hefur verið hjá embætti ríkisskattstjóra í allan dag. Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir óheiðarleika í framsetningu á birtri fjárhæð leiðréttingar. Símalínur starfsmanna ríkisskattstjóra voru rauðglóandi í morgun þegar fólk hringdi inn til að fá aðstoð við að samþykkja útreikning á leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Alls bárust 600 símtöl fyrir hádegi.„Ósvífin sölumennska“ Algengasta gildi leiðréttingar hjá einstaklingum er 800 þúsund krónur en 1,4 milljónir króna hjá hjónum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær þegar leiðréttingin væri kynnt að fjárhæðin sem birtist í dag væri endanleg fjárhæð. Á vefnum leiðrétting birtust þessi skilaboð hjá þeim sem sáu staðfesta fjárhæð leiðréttingar í dag: „Útreikningur leiðréttingar er birtur með fyrirvara um reikningsskekkjur og að um rétt lán, frádráttarliði og rétta heimilissögu þína sé að ræða.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnýnir að fjárhæðin sé birt með fyrirvara. Þannig sé ekki sundurliðað fyrir greiðslum vegna skulda á greiðslujöfnunarreikningi viðskiptavina Íbúðalánasjóðs og öðrum kröfum fjármálafyrirtækja, svo dæmi sé tekið. Hann segir þetta ákveðinn óheiðarleika hjá ríkisstjórninni að gefa í skyn að fjárhæð leiðréttingar sé í raun hærri en endanleg leiðrétt fjárhæð. „Manni er brugði yfir því hversu ótrúlega langt menn ganga í ósvífinni sölumennsku fyrir þessa aðgerð,“ segir Steingrímur. Framkvæmdin gengið vel Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri var í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld þar sem hann ræddi framkvæmdina í dag. Starfsfólk ríkisskattstjóra svaraði erindum símleiðis til klukkan fjögur og sinnti síðan erindum í gegnum tölvupóst langt fram á kvöld. Fram kom í máli Skúla að nú þegar hefðu sextíu þúsund manns heimsótt vefinn, leiðrétting.is. Skúli sagði að það hefði bent til þess að flestir hefðu getað skráð sig inn á vefinn og séð staðfesta fjárhæð leiðréttingar hnökralaust. Hann minnti þó á að eftir 15. desember þyrfti fólk að staðfesta ráðstöfun fjárins inn á lánin með rafrænni undirskrift. Til þess hafa umsækjendur 90 daga. Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins365/ÞÞÍ umræðu um skuldaleiðréttinguna hefur komið fram gagnrýni á þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafi talað um forgangsröðun í ríkisfjármálum en styðji síðan millifærslu á kostnað skattgreiðenda á sama tíma. Pétur Blöndal var einn tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Hinn er Vilhjálmur Bjarnason.„Kjósendur vildu þetta“Hefur Sjálfstæðisflokkurinn fórnað grunngildum sínum til þess að ná málamiðlun við Framsóknarflokkinn í þessu máli? „Það urðu kosningar og þetta var aðal kosningamálið og kjósendur vildu þetta. Allavega einhver hluti þeirra. Maður þarf að beygja sig fyrir lýðræðinu í þeim efnum. Ég hefði viljað gera ýmislegt annað við þessa fjármuni, borga niður skuldir ríkissjóðs og svo framvegis en ákvörðun var tekin um að fara þessa leið. Þetta er að mínu mati í samræmi við kosningaúrslitin. Að því gefnu að þetta var gert þá finnst mér þetta hafa komið vel út.“ Í umsögn Péturs Blöndal um frumvarpið til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána segir orðrétt: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. (...) Hér er um miklar upphæðir að ræða af skatttekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af stöðu ríkissjóðs er ekki forsvaranlegt að afhenda þær einhverjum sem ekki þurfa á fénu að halda.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira