Innlent

Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu

Bjarki Ármannsson skrifar
Gísli Freyr hefur ítrekað haldið því fram að hann hafi ekki verið á bak við lekann.
Gísli Freyr hefur ítrekað haldið því fram að hann hafi ekki verið á bak við lekann.
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði fyrir henni á fundi nú í dag að hafa lekið trúnaðargögnum til fjölmiðla í nóvember 2013. Gögnin sneru að hælisleitandanum Tony Omos og varð birting þeirra í fjölmiðlum upphafið að hinu svokallaða lekamáli sem varð til þess að Hanna Birna sagði sig frá málaflokkum dóms- og lögreglumála.

Þetta segir Hanna Birna í fréttatilkynningu sem send var út í kvöld. Gísli Freyr var ákærður af ríkissaksóknara fyrir trúnaðarbrest í starfi en hefur ítrekað haldið því fram að hann hafi ekki verið á bak við lekann og Hanna Birna sömuleiðis lýst yfir trausti í hans garð. Í tilkynningunni segir að Gísla hafi verið vikið tafarlaust frá störfum í ráðuneytinu.

Í tilkynningunni segir einnig að Gísli Freyr hafi óskað eftir fundi með ráðherra í dag eftir að aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn honum var frestað. Hanna Birna segir játningu Gísla koma sér „algjörlega í opna skjöldu“ og að hann hafi alltaf haldið sínu sakleysi fram gagnvart henni.

„Ég harma brot Gísla Freys, ekki aðeins gagnvart þeim sem brotið var gegn með lekanum sjálfum, heldur einnig gagnvart því samstarfsfólki sem trúað hefur yfirlýsingum hans um sakleysi og því hvernig athæfi hans hefur varpað skugga á störf ráðuneytisins um margra mánaða skeið,“ segir Hanna Birna í tilkynningunni. 

„Sú staðreynd að fyrrverandi aðstoðarmaður minn hafi brotið svo alvarlega á trúnaði gagnvart mér sem ráðherra, sem ítrekað hef haldið uppi vörnum fyrir hann í því trausti að hann hefði skýrt mér og öðrum satt og rétt frá, kemur mér algjörlega í opna skjöldu og er þyngri byrði fyrir mig en ég get lýst í fáum orðum.“


Tengdar fréttir

Hanna Birna ber vitni í málinu

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni.

Gísli Freyr neitar sök

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður

"Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum.

Gísli Freyr með tæp 900 þúsund á mánuði

Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, heldur óskertum launum á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum.

Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi

Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×