Fótbolti

Marokkó hættir við að halda Afríkukeppnina vegna Ebólu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nígería er ríkjandi Afríkumeistari.
Nígería er ríkjandi Afríkumeistari. vísir/getty
Afríska knattspyrnusambandið tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að það hafi leyft Marokkó að hætta við að halda Afríkukeppnina í fótbolta.

Marokkómenn eru hræddir við Ebólufaraldurinn sem herjar á álfuna, en mikil hætta er á að hún breiðist fljótt út þegar jafnmargir koma saman á litlu svæði eins og gerist á stórmótum í fótbolta.

Afríska sambandið tilkynnti ekki hvar mótið fer fram í staðinn, en BBC segist hafa heimildir fyrir því að þrjár þjóðir hafi áhuga á að halda keppnina.

Marokkó, sem tók ekki þátt í undankeppninni þar sem það átti að vera gestgjafi, fær ekki að vera með hvar sem keppnin fer nú fram 17. janúar til 8. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×