Spyr hversu margir þeirra sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. nóvember 2014 15:44 Heill haugur af spurningum bíður Bjarna. Vísir / GVA Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn í fimmtán liðum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem hún spyr um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem Katrín spyr um er hversu margir einstaklingar sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt að verið sé að lækka skuldir tekjuhárra. Þessu hafa stjórnarliðar svarað með því að benda á að 75 prósent skuldaniðurfærslunnar fari til einstaklinga og fjölskyldna með undir 670 þúsund krónur í mánaðartekjur á mann. Fyrirspurn Katrínar snýr að því að draga fram upplýsingar um skiptingu aðgerðanna á fólk eftir ýmsum forsendum um tekjur og eignir. Þá setur hún fram nokkrar spurningar um hvernig skuldaniðurfærslan hefði orðið ef ýmsum grundvallarforsendum hennar hefði verið breytt. Til að mynda hve mikið hefði 250 milljarða króna skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna. Hér eru allar fimmtán spurningarnar: 1. Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða? 2. Hverjir eru frádráttarliðirnir og hver er skiptingin milli þeirra í upphæðum? 3. Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum? 4. Hve mikið hafa verðtryggð lán hækkað frá árinu 2007? 5. Hve mikið hefði 20% skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna? 6. Hve mikið hefði 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna? 7. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 8. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 2,5% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 9. Hversu margir umsækjendur um skuldaniðurfærslu fá enga beina höfuðstólslækkun? 10. Hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu? 11. Hversu há upphæð rennur til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt? 12. Hvernig dreifist heildarupphæðin á tekjubil hvers tíunda hluta fyrir sig? Hver er fjöldi framteljenda á bak við hvert tekjubil? 13. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks með tekjur yfir miðgildi tekna? 14. Hvernig dreifist heildarupphæðin eftir þeim landshlutum þar sem framteljendur eru búsettir? 15. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til framteljenda sem eru yfir meðalaldri? Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn í fimmtán liðum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem hún spyr um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem Katrín spyr um er hversu margir einstaklingar sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt að verið sé að lækka skuldir tekjuhárra. Þessu hafa stjórnarliðar svarað með því að benda á að 75 prósent skuldaniðurfærslunnar fari til einstaklinga og fjölskyldna með undir 670 þúsund krónur í mánaðartekjur á mann. Fyrirspurn Katrínar snýr að því að draga fram upplýsingar um skiptingu aðgerðanna á fólk eftir ýmsum forsendum um tekjur og eignir. Þá setur hún fram nokkrar spurningar um hvernig skuldaniðurfærslan hefði orðið ef ýmsum grundvallarforsendum hennar hefði verið breytt. Til að mynda hve mikið hefði 250 milljarða króna skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna. Hér eru allar fimmtán spurningarnar: 1. Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða? 2. Hverjir eru frádráttarliðirnir og hver er skiptingin milli þeirra í upphæðum? 3. Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum? 4. Hve mikið hafa verðtryggð lán hækkað frá árinu 2007? 5. Hve mikið hefði 20% skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna? 6. Hve mikið hefði 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna? 7. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 8. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 2,5% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 9. Hversu margir umsækjendur um skuldaniðurfærslu fá enga beina höfuðstólslækkun? 10. Hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu? 11. Hversu há upphæð rennur til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt? 12. Hvernig dreifist heildarupphæðin á tekjubil hvers tíunda hluta fyrir sig? Hver er fjöldi framteljenda á bak við hvert tekjubil? 13. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks með tekjur yfir miðgildi tekna? 14. Hvernig dreifist heildarupphæðin eftir þeim landshlutum þar sem framteljendur eru búsettir? 15. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til framteljenda sem eru yfir meðalaldri?
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira