Spyr hversu margir þeirra sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. nóvember 2014 15:44 Heill haugur af spurningum bíður Bjarna. Vísir / GVA Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn í fimmtán liðum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem hún spyr um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem Katrín spyr um er hversu margir einstaklingar sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt að verið sé að lækka skuldir tekjuhárra. Þessu hafa stjórnarliðar svarað með því að benda á að 75 prósent skuldaniðurfærslunnar fari til einstaklinga og fjölskyldna með undir 670 þúsund krónur í mánaðartekjur á mann. Fyrirspurn Katrínar snýr að því að draga fram upplýsingar um skiptingu aðgerðanna á fólk eftir ýmsum forsendum um tekjur og eignir. Þá setur hún fram nokkrar spurningar um hvernig skuldaniðurfærslan hefði orðið ef ýmsum grundvallarforsendum hennar hefði verið breytt. Til að mynda hve mikið hefði 250 milljarða króna skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna. Hér eru allar fimmtán spurningarnar: 1. Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða? 2. Hverjir eru frádráttarliðirnir og hver er skiptingin milli þeirra í upphæðum? 3. Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum? 4. Hve mikið hafa verðtryggð lán hækkað frá árinu 2007? 5. Hve mikið hefði 20% skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna? 6. Hve mikið hefði 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna? 7. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 8. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 2,5% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 9. Hversu margir umsækjendur um skuldaniðurfærslu fá enga beina höfuðstólslækkun? 10. Hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu? 11. Hversu há upphæð rennur til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt? 12. Hvernig dreifist heildarupphæðin á tekjubil hvers tíunda hluta fyrir sig? Hver er fjöldi framteljenda á bak við hvert tekjubil? 13. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks með tekjur yfir miðgildi tekna? 14. Hvernig dreifist heildarupphæðin eftir þeim landshlutum þar sem framteljendur eru búsettir? 15. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til framteljenda sem eru yfir meðalaldri? Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn í fimmtán liðum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem hún spyr um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem Katrín spyr um er hversu margir einstaklingar sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt að verið sé að lækka skuldir tekjuhárra. Þessu hafa stjórnarliðar svarað með því að benda á að 75 prósent skuldaniðurfærslunnar fari til einstaklinga og fjölskyldna með undir 670 þúsund krónur í mánaðartekjur á mann. Fyrirspurn Katrínar snýr að því að draga fram upplýsingar um skiptingu aðgerðanna á fólk eftir ýmsum forsendum um tekjur og eignir. Þá setur hún fram nokkrar spurningar um hvernig skuldaniðurfærslan hefði orðið ef ýmsum grundvallarforsendum hennar hefði verið breytt. Til að mynda hve mikið hefði 250 milljarða króna skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna. Hér eru allar fimmtán spurningarnar: 1. Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða? 2. Hverjir eru frádráttarliðirnir og hver er skiptingin milli þeirra í upphæðum? 3. Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum? 4. Hve mikið hafa verðtryggð lán hækkað frá árinu 2007? 5. Hve mikið hefði 20% skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna? 6. Hve mikið hefði 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna? 7. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 8. Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að verðtryggð húsnæðislán væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 2,5% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010? 9. Hversu margir umsækjendur um skuldaniðurfærslu fá enga beina höfuðstólslækkun? 10. Hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fá niðurfærslu? 11. Hversu há upphæð rennur til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt? 12. Hvernig dreifist heildarupphæðin á tekjubil hvers tíunda hluta fyrir sig? Hver er fjöldi framteljenda á bak við hvert tekjubil? 13. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks með tekjur yfir miðgildi tekna? 14. Hvernig dreifist heildarupphæðin eftir þeim landshlutum þar sem framteljendur eru búsettir? 15. Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til framteljenda sem eru yfir meðalaldri?
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira