„Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2014 12:26 Fjallað var um sögu Ásgeirs Daða Rúnarssonar í Brestum í gærkvöldi og hvernig hann hefur nýtt sér lækningamátt kannabis í baráttu sinni við krabbamein. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér,“ sagði hann í þættinum í gær. Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. Ásgeir býr í foreldrahúsum í Garðabæ en aðspurður hvort hann væri ekki hræddur um það hvort lögreglan myndi kíkja við heima hjá honum eftir að þátturinn færi í loftið, svaraði hann; „Ég hef oftast þurft að borga með þessu enda hef ég ekkert gefið mig út fyrir það að vera selja hampolíu, ég er meira að gefa hana,“ sagði Ásgeir í Brestum á Stöð 2 í gær. „Ég er alls ekki hræddur um það hvort lögreglan mæti heim til mín. Mér finnst ég ekki vera gera rangt. Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það.“ Hvað með ef það kostar þig þunga fjársekt?; „Ég á engan pening.“ Brestir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Fjallað var um sögu Ásgeirs Daða Rúnarssonar í Brestum í gærkvöldi og hvernig hann hefur nýtt sér lækningamátt kannabis í baráttu sinni við krabbamein. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér,“ sagði hann í þættinum í gær. Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. Ásgeir býr í foreldrahúsum í Garðabæ en aðspurður hvort hann væri ekki hræddur um það hvort lögreglan myndi kíkja við heima hjá honum eftir að þátturinn færi í loftið, svaraði hann; „Ég hef oftast þurft að borga með þessu enda hef ég ekkert gefið mig út fyrir það að vera selja hampolíu, ég er meira að gefa hana,“ sagði Ásgeir í Brestum á Stöð 2 í gær. „Ég er alls ekki hræddur um það hvort lögreglan mæti heim til mín. Mér finnst ég ekki vera gera rangt. Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það.“ Hvað með ef það kostar þig þunga fjársekt?; „Ég á engan pening.“
Brestir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira