Innlent

Prófessorar samþykktu verkfallsaðgerðir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ef til verkfalls kemur mun það hafa áhrif í HÍ, HA, Háskólanum á Hólum og Landbúnaðarháskólanum.
Ef til verkfalls kemur mun það hafa áhrif í HÍ, HA, Háskólanum á Hólum og Landbúnaðarháskólanum. Vísir/Vilhelm
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir.

313 voru á kjörskrá og greiddu 242 atkvæði eða 77,3%. „Já“ sögðu 195 eða 80,6% og „nei“ sögðu 47 eða 19,4%.

„Samninganefnd Félags prófessora mun á næstu dögum funda með samninganefnd ríkisins (SNR) og í framhaldinu mun stjórn félagsins taka afstöðu til þess hvort af verkfalli verður. Stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla vonast til að samningar náist án þess að komi til verkfalls,“ segir í tilkynningu frá Félagi prófessora við ríkisháskóla.

Til verkfalls kemur frá 1.-15. desember ef samningar nást ekki. Ef til verkfalls kemur mun það hafa áhrif í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Hólum og Landbúnaðarháskólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×