Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 21:10 Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Ég fór og eyddi öllum mínum pening í þetta af því ég vissi að þetta væri lækning. Svo endaði það bara með því að húsið mitt var tekið af mér af því ég borgaði ekkert af því. Ég þurfti að hugsa um líf mitt, ekkert annað.“ Þetta sagði Ásgeir Daði Rúnarsson í Brestum í kvöld þar sem fjallað var um lækningamátt kannabis. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér.“ Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Svo getum við bara fyllt fjöll og skóga af þessu. Þá getur fólk farið upp í fjall, náð í lyfið, farið bara heim og læknað sig. Mér finnst það miklu eðlilegra en að fara út í apótek og ná sér í pilluglas.“Lækningamáttur kannabis hefur ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum.Ásgeir hefur hjálpað fleiri krabbameinssjúklingum með að nota kannabis og í þættinum var fylgst með þar sem hann bjó til olíu handa Sigurði Jóni Súddasyni sem greindist með heilaæxli í fyrra. Hann notar kannabis í þeirri von um að læknast af krabbameininu. Sigurður er sá eini af þeim 20 sjúklingum sem Ásgeir hefur aðstoðað sem hafa tekið kannabiskúrinn alla leið. Í sumar tók hann stóran kúr, byggði sig upp á 10 dögum. Við tóku svo 40 dagar á fullum skammti og svo trappaði hann sig niður á 10 dögum. „Þetta var náttúrulega fyrst bara „Já, já, ég get þetta alveg!“ En svo er þetta svo mikið sem hann er að taka af olíu á dag að strax á degi 20 var bara farið að pína. „Þú bara kastar þá upp.“ Hver hefði trúað því að ég ætti eftir að standa í þessum sporum: að troða kannabisolíu í barnið mitt,“ sagði Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, móðir Sigurðar. Ásgeir er sannfærður um að kannabis hafi ekki aðeins minnkað aukaverkanir hans vegna lyfjameðferðarinnar heldur einnig læknað hann af krabbameininu. Lækningamáttur kannabis hefur hins vegar ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum. „Það eru einhverjir sjúklingar að nota þetta og ég á svolítið erfitt með að merkja í þeim hópi hvort að kannabis hafi gagnast þeim. Einhverjir hafa notað það til að lækna krabbameinið, það í sjálfu sér hefur ekkert virkað,“ sagði Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir. Hann segir að enn sé ekki búið að sýna fram á það að kannabis hafi krabbameinshamlandi áhrif þegar það sé tekið inn. Þess vegna geti læknar ekki mælt með því í lækningaskyni. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði, segir að fólk verði að hafa í huga skaðsemi kannabisplöntunnar auk þess sem sumar rannsóknir sýni að hættan á geðklofa geti fjórfaldast vegna reglulegrar notkunar á kannabis á unga aldri. „Það að einhver efni kannabisplöntunnar geti haft eitthvert lækningalegt gildi verður að vega á móti hugsanlegri skaðsemi,“ sagði Engilbert. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
„Ég fór og eyddi öllum mínum pening í þetta af því ég vissi að þetta væri lækning. Svo endaði það bara með því að húsið mitt var tekið af mér af því ég borgaði ekkert af því. Ég þurfti að hugsa um líf mitt, ekkert annað.“ Þetta sagði Ásgeir Daði Rúnarsson í Brestum í kvöld þar sem fjallað var um lækningamátt kannabis. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér.“ Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Svo getum við bara fyllt fjöll og skóga af þessu. Þá getur fólk farið upp í fjall, náð í lyfið, farið bara heim og læknað sig. Mér finnst það miklu eðlilegra en að fara út í apótek og ná sér í pilluglas.“Lækningamáttur kannabis hefur ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum.Ásgeir hefur hjálpað fleiri krabbameinssjúklingum með að nota kannabis og í þættinum var fylgst með þar sem hann bjó til olíu handa Sigurði Jóni Súddasyni sem greindist með heilaæxli í fyrra. Hann notar kannabis í þeirri von um að læknast af krabbameininu. Sigurður er sá eini af þeim 20 sjúklingum sem Ásgeir hefur aðstoðað sem hafa tekið kannabiskúrinn alla leið. Í sumar tók hann stóran kúr, byggði sig upp á 10 dögum. Við tóku svo 40 dagar á fullum skammti og svo trappaði hann sig niður á 10 dögum. „Þetta var náttúrulega fyrst bara „Já, já, ég get þetta alveg!“ En svo er þetta svo mikið sem hann er að taka af olíu á dag að strax á degi 20 var bara farið að pína. „Þú bara kastar þá upp.“ Hver hefði trúað því að ég ætti eftir að standa í þessum sporum: að troða kannabisolíu í barnið mitt,“ sagði Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, móðir Sigurðar. Ásgeir er sannfærður um að kannabis hafi ekki aðeins minnkað aukaverkanir hans vegna lyfjameðferðarinnar heldur einnig læknað hann af krabbameininu. Lækningamáttur kannabis hefur hins vegar ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum. „Það eru einhverjir sjúklingar að nota þetta og ég á svolítið erfitt með að merkja í þeim hópi hvort að kannabis hafi gagnast þeim. Einhverjir hafa notað það til að lækna krabbameinið, það í sjálfu sér hefur ekkert virkað,“ sagði Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir. Hann segir að enn sé ekki búið að sýna fram á það að kannabis hafi krabbameinshamlandi áhrif þegar það sé tekið inn. Þess vegna geti læknar ekki mælt með því í lækningaskyni. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði, segir að fólk verði að hafa í huga skaðsemi kannabisplöntunnar auk þess sem sumar rannsóknir sýni að hættan á geðklofa geti fjórfaldast vegna reglulegrar notkunar á kannabis á unga aldri. „Það að einhver efni kannabisplöntunnar geti haft eitthvert lækningalegt gildi verður að vega á móti hugsanlegri skaðsemi,“ sagði Engilbert.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira