Fótbolti

Kári með landsliðinu til Belgíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brüssel skrifar
Kári á ferðinni í leiknum gegn Hollandi.
Kári á ferðinni í leiknum gegn Hollandi. vísir/vilhelm
Leikmenn íslenska landsliðsins koma saman í dag hér í Brussel í Belgíu þar sem Ísland mætir heimamönnum í vináttulandsleik á miðvikudagskvöld.

Eins og tilkynnt var í gær var Hólmar Örn Eyjólfsson kallaður inn í landsliðið vegna támeiðsla Kára Árnasonar, leikmanns Rotherham í Englandi.

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, segir þó að gert sé ráð fyrir því að svo stöddu að Kári verði orðinn leikfær fyrir viðureign Tékklands og Íslands í Plzen á sunnudagskvöld. Sá leikur er í undankeppni EM 2016 en bæði lið eru ósigruð á toppi A-riðils eftir þrjá leiki.

Íslenska landsliðið tekur sína fyrstu æfingu í Belgíu síðdegis en Vísir verður á staðnum og flytur fregnir af strákunum okkar.

Leikur Íslands og Belgíu hefst á miðvikudag klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Kári í myndatöku vegna támeiðsla

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er tæpur fyrir næsta leik Rotherham í ensku B-deildinni vegna meiðsla í tá. "Ég veit meira eftir myndatöku á morgun [í dag] en ég hef þó ekki miklar áhyggjur af þessu,“ segir Kári en hann hefur verið fastamaður í vörn íslenska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×