Gleðidagur fyrir heimilin og ríkisstjórnina að mati forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2014 11:25 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána í dag. Umsækjendur fá sínar niðurstöður á morgun. VÍSIR/DANÍEL Forsætisráðherra segir að dagurinn í dag sé gleðistund fyrir heimilin í landinu og fyrir ríkisstjórnina en í dag verða niðurstöður lækkunar á höfuðstól húsnæðislána heimilanna kynntar. Sextíu og níu þúsund umsækjendur geta síðan kynnt sér persónulega hvað kemur í þeirra hlut á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fjallar um leiðréttinguna svokölluðu í grein í Morgunblaðinu í dag og segir að hún færi verðtryggð lán heimilanna í þau stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu heimilanna í uppnám á árunum 2008 og 2009. Leiðréttingin sé óhefðbundin aðgerð til að bæta hag heimila. Leiðréttingin sé réttlætismál. Sigmundur Davíð segir leiðréttinguna einungis fyrstu aðgerð af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu í því skyni að skapa heilbrigðara umhverfi bæði heimila og fjármálamarkaðar. Losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbygging húsnæðiskerfisins og endurskipulagning Íbúðalánasjóðs séu mikilvægar vörður á þeirri leið. Þannig muni öll heimili, óháð fjölskyldugerð og láns- eða leiguformi, njóta góðs af breytingunum. Öll þessi verkefni taka tíma og geta krefjist þolinmæði, enda verði aðstæður að vera hagfelldar svo að ekki verði lögð veruleg fjárhagsleg áhætta á heimilin. Flest bendi til að hagstæðar aðstæður séu að skapast til þessara verka þó vissulega séu blikur á lofti, t.d. vegna óvissu um kjarasamninga. Heimili sem njóti hámarksleiðréttingar geti lækkað höfuðstól láns síns um meira en sex milljónir króna á þremur árum. Til dæmis geti heimili með meðallán tekið um aldamótin lækkað höfuðstól lánsins um 20% nýti það sér hámarks skattfrelsi séreignarlífeyrissparnaðar. Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni sé að meðaltali um 1,3 milljónir króna. Forsætisráðherra segir að með því að skila fjármagni til heimila sem urðu fyrir ófyrirséðu tjóni muni þessi umfangsmikla leiðrétting ekki aðeins bæta stöðu tugþúsunda heimila með beinum hætti heldur einnig koma samfélaginu öllu til góða. Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktssson fjármálaráðherra kynna niðurstöðuna á fréttamannafundi í Hörpu klukkan hálf tvö í dag og hver og einn umsækjandi getur síðan skoðað sitt persónulega dæmi á vefnum á morgun. Tengdar fréttir Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Forsætisráðherra segir að dagurinn í dag sé gleðistund fyrir heimilin í landinu og fyrir ríkisstjórnina en í dag verða niðurstöður lækkunar á höfuðstól húsnæðislána heimilanna kynntar. Sextíu og níu þúsund umsækjendur geta síðan kynnt sér persónulega hvað kemur í þeirra hlut á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fjallar um leiðréttinguna svokölluðu í grein í Morgunblaðinu í dag og segir að hún færi verðtryggð lán heimilanna í þau stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu heimilanna í uppnám á árunum 2008 og 2009. Leiðréttingin sé óhefðbundin aðgerð til að bæta hag heimila. Leiðréttingin sé réttlætismál. Sigmundur Davíð segir leiðréttinguna einungis fyrstu aðgerð af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu í því skyni að skapa heilbrigðara umhverfi bæði heimila og fjármálamarkaðar. Losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbygging húsnæðiskerfisins og endurskipulagning Íbúðalánasjóðs séu mikilvægar vörður á þeirri leið. Þannig muni öll heimili, óháð fjölskyldugerð og láns- eða leiguformi, njóta góðs af breytingunum. Öll þessi verkefni taka tíma og geta krefjist þolinmæði, enda verði aðstæður að vera hagfelldar svo að ekki verði lögð veruleg fjárhagsleg áhætta á heimilin. Flest bendi til að hagstæðar aðstæður séu að skapast til þessara verka þó vissulega séu blikur á lofti, t.d. vegna óvissu um kjarasamninga. Heimili sem njóti hámarksleiðréttingar geti lækkað höfuðstól láns síns um meira en sex milljónir króna á þremur árum. Til dæmis geti heimili með meðallán tekið um aldamótin lækkað höfuðstól lánsins um 20% nýti það sér hámarks skattfrelsi séreignarlífeyrissparnaðar. Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni sé að meðaltali um 1,3 milljónir króna. Forsætisráðherra segir að með því að skila fjármagni til heimila sem urðu fyrir ófyrirséðu tjóni muni þessi umfangsmikla leiðrétting ekki aðeins bæta stöðu tugþúsunda heimila með beinum hætti heldur einnig koma samfélaginu öllu til góða. Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktssson fjármálaráðherra kynna niðurstöðuna á fréttamannafundi í Hörpu klukkan hálf tvö í dag og hver og einn umsækjandi getur síðan skoðað sitt persónulega dæmi á vefnum á morgun.
Tengdar fréttir Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18