„Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 10:53 Mótmælin síðasta mánudag. „Þessi mótmæli eru haldin aftur þar sem það ekkert af því sem fram kom síðast virðist hafa skilað sér. Fólki finnst sem það sé ekki hlustað á sig,“ segir Leifur Eiríksson, sem er á meðal þeirra sem halda mótmælin á Austurvelli í dag. Yfir fjögur þúsund hafa boðað komu sína til að meðal annars mótmæla ástandi samfélagsins og til að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Þetta er annar mánudagurinn í röð sem boðað er til mótmæla á Austurvelli en í síðustu viku mættu hátt í fimm þúsund manns. Þá voru kröfur fólks til stjórnvalda margvíslegar og eru mótmælin í dag með svipuðu móti. Leifur segir það ekki skipta máli hvort einu tilteknu atriði sé mótmælt, stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir því ósætti sem ríki í samfélaginu. „Við getum ekki tekið okkur þau forréttindi að ákveða fyrir fólkið hverju það mótmælir. En það sem hefur komið skýrt fram er að við viljum að íslenskar fjölskyldur þurfi ekki að upplifa matarskort og fátækt, þegar það er til nóg af peningum. En peningarnir eru bara að fara á staði sem við fáum ekki að sjá. Við berjumst fyrir því að fólk fái heilbrigðisþjónustu og að ungt fólk hafi möguleika á að skapa sér líf, að það geti keypt sér húsnæði. Það er þó ekki hægt þar sem ungmenni eru föst í skuldafeni vegna leigumarkaðarins,“ segir Leifur. Tekið er fram á Facebook-síðu mótmælanna að lögð verði áhersla á kærleik og samstöðu með lögreglu. Mótmælin fóru friðsamlega fram síðasta mánudag en fólk lét vel í sér heyra. Er það aftur hvatt til þess ásamt því að taka með sér kústa til að sýna ræstingarkonunum átján sem misstu vinnuna á dögunum samstöðu. „Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu? Fólk er orðið langþreytt á langvarandi miskunnarleysi. Það er þreytt og pirrað og vill að hlutirnir breytist. Það vill enginn labba út eftir langan vinnudag til að standa og mótmæla,“ segir Leifur að lokum og bætir við að stefnt verði á frekari mótmæli á næstu vikum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
„Þessi mótmæli eru haldin aftur þar sem það ekkert af því sem fram kom síðast virðist hafa skilað sér. Fólki finnst sem það sé ekki hlustað á sig,“ segir Leifur Eiríksson, sem er á meðal þeirra sem halda mótmælin á Austurvelli í dag. Yfir fjögur þúsund hafa boðað komu sína til að meðal annars mótmæla ástandi samfélagsins og til að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Þetta er annar mánudagurinn í röð sem boðað er til mótmæla á Austurvelli en í síðustu viku mættu hátt í fimm þúsund manns. Þá voru kröfur fólks til stjórnvalda margvíslegar og eru mótmælin í dag með svipuðu móti. Leifur segir það ekki skipta máli hvort einu tilteknu atriði sé mótmælt, stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir því ósætti sem ríki í samfélaginu. „Við getum ekki tekið okkur þau forréttindi að ákveða fyrir fólkið hverju það mótmælir. En það sem hefur komið skýrt fram er að við viljum að íslenskar fjölskyldur þurfi ekki að upplifa matarskort og fátækt, þegar það er til nóg af peningum. En peningarnir eru bara að fara á staði sem við fáum ekki að sjá. Við berjumst fyrir því að fólk fái heilbrigðisþjónustu og að ungt fólk hafi möguleika á að skapa sér líf, að það geti keypt sér húsnæði. Það er þó ekki hægt þar sem ungmenni eru föst í skuldafeni vegna leigumarkaðarins,“ segir Leifur. Tekið er fram á Facebook-síðu mótmælanna að lögð verði áhersla á kærleik og samstöðu með lögreglu. Mótmælin fóru friðsamlega fram síðasta mánudag en fólk lét vel í sér heyra. Er það aftur hvatt til þess ásamt því að taka með sér kústa til að sýna ræstingarkonunum átján sem misstu vinnuna á dögunum samstöðu. „Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu? Fólk er orðið langþreytt á langvarandi miskunnarleysi. Það er þreytt og pirrað og vill að hlutirnir breytist. Það vill enginn labba út eftir langan vinnudag til að standa og mótmæla,“ segir Leifur að lokum og bætir við að stefnt verði á frekari mótmæli á næstu vikum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira