„Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 10:53 Mótmælin síðasta mánudag. „Þessi mótmæli eru haldin aftur þar sem það ekkert af því sem fram kom síðast virðist hafa skilað sér. Fólki finnst sem það sé ekki hlustað á sig,“ segir Leifur Eiríksson, sem er á meðal þeirra sem halda mótmælin á Austurvelli í dag. Yfir fjögur þúsund hafa boðað komu sína til að meðal annars mótmæla ástandi samfélagsins og til að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Þetta er annar mánudagurinn í röð sem boðað er til mótmæla á Austurvelli en í síðustu viku mættu hátt í fimm þúsund manns. Þá voru kröfur fólks til stjórnvalda margvíslegar og eru mótmælin í dag með svipuðu móti. Leifur segir það ekki skipta máli hvort einu tilteknu atriði sé mótmælt, stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir því ósætti sem ríki í samfélaginu. „Við getum ekki tekið okkur þau forréttindi að ákveða fyrir fólkið hverju það mótmælir. En það sem hefur komið skýrt fram er að við viljum að íslenskar fjölskyldur þurfi ekki að upplifa matarskort og fátækt, þegar það er til nóg af peningum. En peningarnir eru bara að fara á staði sem við fáum ekki að sjá. Við berjumst fyrir því að fólk fái heilbrigðisþjónustu og að ungt fólk hafi möguleika á að skapa sér líf, að það geti keypt sér húsnæði. Það er þó ekki hægt þar sem ungmenni eru föst í skuldafeni vegna leigumarkaðarins,“ segir Leifur. Tekið er fram á Facebook-síðu mótmælanna að lögð verði áhersla á kærleik og samstöðu með lögreglu. Mótmælin fóru friðsamlega fram síðasta mánudag en fólk lét vel í sér heyra. Er það aftur hvatt til þess ásamt því að taka með sér kústa til að sýna ræstingarkonunum átján sem misstu vinnuna á dögunum samstöðu. „Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu? Fólk er orðið langþreytt á langvarandi miskunnarleysi. Það er þreytt og pirrað og vill að hlutirnir breytist. Það vill enginn labba út eftir langan vinnudag til að standa og mótmæla,“ segir Leifur að lokum og bætir við að stefnt verði á frekari mótmæli á næstu vikum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Þessi mótmæli eru haldin aftur þar sem það ekkert af því sem fram kom síðast virðist hafa skilað sér. Fólki finnst sem það sé ekki hlustað á sig,“ segir Leifur Eiríksson, sem er á meðal þeirra sem halda mótmælin á Austurvelli í dag. Yfir fjögur þúsund hafa boðað komu sína til að meðal annars mótmæla ástandi samfélagsins og til að standa vörð um heilbrigðiskerfið. Þetta er annar mánudagurinn í röð sem boðað er til mótmæla á Austurvelli en í síðustu viku mættu hátt í fimm þúsund manns. Þá voru kröfur fólks til stjórnvalda margvíslegar og eru mótmælin í dag með svipuðu móti. Leifur segir það ekki skipta máli hvort einu tilteknu atriði sé mótmælt, stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir því ósætti sem ríki í samfélaginu. „Við getum ekki tekið okkur þau forréttindi að ákveða fyrir fólkið hverju það mótmælir. En það sem hefur komið skýrt fram er að við viljum að íslenskar fjölskyldur þurfi ekki að upplifa matarskort og fátækt, þegar það er til nóg af peningum. En peningarnir eru bara að fara á staði sem við fáum ekki að sjá. Við berjumst fyrir því að fólk fái heilbrigðisþjónustu og að ungt fólk hafi möguleika á að skapa sér líf, að það geti keypt sér húsnæði. Það er þó ekki hægt þar sem ungmenni eru föst í skuldafeni vegna leigumarkaðarins,“ segir Leifur. Tekið er fram á Facebook-síðu mótmælanna að lögð verði áhersla á kærleik og samstöðu með lögreglu. Mótmælin fóru friðsamlega fram síðasta mánudag en fólk lét vel í sér heyra. Er það aftur hvatt til þess ásamt því að taka með sér kústa til að sýna ræstingarkonunum átján sem misstu vinnuna á dögunum samstöðu. „Halda stjórnvöld að fólk hafi gaman að þessu? Fólk er orðið langþreytt á langvarandi miskunnarleysi. Það er þreytt og pirrað og vill að hlutirnir breytist. Það vill enginn labba út eftir langan vinnudag til að standa og mótmæla,“ segir Leifur að lokum og bætir við að stefnt verði á frekari mótmæli á næstu vikum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira