Þakkarræða Haraldur V. Sveinbjörnsson skrifar 10. nóvember 2014 10:05 Sæl, Haraldur heiti ég og er tónlistarkennari. Mér finnst ég hafa verið sigursæll í lífinu hingað til. Ég vann verðlaun. Að starfa við þá iðju sem ég ann mest. Að því tilefni langaði mig að skrifa langa þakkarræðu, væmna og sjálfhverfa að bandarískum sið: Ég vil þakka tónlistarkennurunum Kristínu Stefánsdóttur og Anne-Marie Markan fyrir að taka mér opnum örmum í forskóla og kynna mig barnungum fyrir leikgleðinni sem fylgir tónlistinni og hljóðfæraleiknum. Ég vil þakka tónlistarkennurunum Mörtu E. Sigurðardóttur og Aagotu Óskarsdóttur fyrir að leiða mig þolinmóðar í allan sannleikann um tónfræðina á fyrstu stigum skólagöngu minnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Árna Harðarsyni sem reyndist mér fyrirmynd, stoð og stytta í þau 14 ár sem hann kenndi mér á píanó. Sérstaklega þakka ég honum æðruleysið þegar ég var við það að gefast upp á Czerny-píanóæfingunum. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Þórunni Björnsdóttur, Tótu, sem ól mig upp í söng og röddunum með krafti og elju og studdi mig ákaft í fyrstu þreifingum mínum við tónsmíðarnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Marteini H. Friðrikssyni heitnum fyrir glaðlyndið og stuðninginn, fyrir að redda mér fyrstu tónlistartengdu launuðu vinnunni minni og að taka sér tíma í brjálaðri dagskránni í að kenna mér á orgelið einu sinni í viku í tvo vetur. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðrúnu S. Birgisdóttur fyrir að hafa óbilandi trú á mér í tónheyrninni - og fyrir að greiða götu mína til frekara náms í tónlistinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Fjölni heitnum Stefánssyni fyrir að henda saman í hóp í hljómfræði með litlum fyrirvara, þegar enga hljómfræði var að finna. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðmundi Hafsteinssyni fyrir að keyra mig áfram í tónheyrninni, og fyrir að hlusta og spila yfir fyrstu tónsmíðaæfingarnar mínar með bros á vör. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Tryggva M. Baldvinssyni fyrir að kynna mig fyrir kontrapunkti og fyrir léttlyndi sitt og góða skap sama hversu þungur róðurinn var í hljómfræðinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Ríkharði H. Friðrikssyni fyrir líflega og ítarlega sýn í fortíð og nútíð tónlistarsögunnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Hilmari Þórðarsyni fyrir sitt rólega fas og yfirvegun þegar við tveir sátum tímum saman og spáðum í tónsmíðar. Ég vil líka þakka þeim tónlistarkennurunum sem ég nefni ekki hér, þeir eru byrjaðir að spila útgöngulagið og ég hef ekki tíma - en þið vitið hverjir þið eruð. Síðast en ekki síst vil ég þakka öllum þeim tónlistarkennurum í Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólanum í Reykjavík sem fylgdust með mér af hliðarlínunni og studdu mig í mark. Ég er ekki „bara“ tónlistarkennari í dag. Ég er tónlistarmaður. Ég er það sem mig dreymdi um að verða í æsku. Ég get spilað, ég get samið, ég get útsett og ég get kennt. Það væri rangt að segja þetta sjálfsprottið. Þið voruð kannski ekki öll í sama stéttarfélagi. Eða með sama starfsheiti. En þið voruð tónlistarkennararnir mínir. Án ykkar væri ég ekki sá sem ég er í dag. Og því deili ég þessum verðlaunum með ykkur. Takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Sæl, Haraldur heiti ég og er tónlistarkennari. Mér finnst ég hafa verið sigursæll í lífinu hingað til. Ég vann verðlaun. Að starfa við þá iðju sem ég ann mest. Að því tilefni langaði mig að skrifa langa þakkarræðu, væmna og sjálfhverfa að bandarískum sið: Ég vil þakka tónlistarkennurunum Kristínu Stefánsdóttur og Anne-Marie Markan fyrir að taka mér opnum örmum í forskóla og kynna mig barnungum fyrir leikgleðinni sem fylgir tónlistinni og hljóðfæraleiknum. Ég vil þakka tónlistarkennurunum Mörtu E. Sigurðardóttur og Aagotu Óskarsdóttur fyrir að leiða mig þolinmóðar í allan sannleikann um tónfræðina á fyrstu stigum skólagöngu minnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Árna Harðarsyni sem reyndist mér fyrirmynd, stoð og stytta í þau 14 ár sem hann kenndi mér á píanó. Sérstaklega þakka ég honum æðruleysið þegar ég var við það að gefast upp á Czerny-píanóæfingunum. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Þórunni Björnsdóttur, Tótu, sem ól mig upp í söng og röddunum með krafti og elju og studdi mig ákaft í fyrstu þreifingum mínum við tónsmíðarnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Marteini H. Friðrikssyni heitnum fyrir glaðlyndið og stuðninginn, fyrir að redda mér fyrstu tónlistartengdu launuðu vinnunni minni og að taka sér tíma í brjálaðri dagskránni í að kenna mér á orgelið einu sinni í viku í tvo vetur. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðrúnu S. Birgisdóttur fyrir að hafa óbilandi trú á mér í tónheyrninni - og fyrir að greiða götu mína til frekara náms í tónlistinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Fjölni heitnum Stefánssyni fyrir að henda saman í hóp í hljómfræði með litlum fyrirvara, þegar enga hljómfræði var að finna. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðmundi Hafsteinssyni fyrir að keyra mig áfram í tónheyrninni, og fyrir að hlusta og spila yfir fyrstu tónsmíðaæfingarnar mínar með bros á vör. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Tryggva M. Baldvinssyni fyrir að kynna mig fyrir kontrapunkti og fyrir léttlyndi sitt og góða skap sama hversu þungur róðurinn var í hljómfræðinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Ríkharði H. Friðrikssyni fyrir líflega og ítarlega sýn í fortíð og nútíð tónlistarsögunnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Hilmari Þórðarsyni fyrir sitt rólega fas og yfirvegun þegar við tveir sátum tímum saman og spáðum í tónsmíðar. Ég vil líka þakka þeim tónlistarkennurunum sem ég nefni ekki hér, þeir eru byrjaðir að spila útgöngulagið og ég hef ekki tíma - en þið vitið hverjir þið eruð. Síðast en ekki síst vil ég þakka öllum þeim tónlistarkennurum í Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólanum í Reykjavík sem fylgdust með mér af hliðarlínunni og studdu mig í mark. Ég er ekki „bara“ tónlistarkennari í dag. Ég er tónlistarmaður. Ég er það sem mig dreymdi um að verða í æsku. Ég get spilað, ég get samið, ég get útsett og ég get kennt. Það væri rangt að segja þetta sjálfsprottið. Þið voruð kannski ekki öll í sama stéttarfélagi. Eða með sama starfsheiti. En þið voruð tónlistarkennararnir mínir. Án ykkar væri ég ekki sá sem ég er í dag. Og því deili ég þessum verðlaunum með ykkur. Takk!
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun