Viðskipti innlent

Frægasta leikfangabúð í heimi lítur til Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Rúmlega 50 þúsund tegundir leikfanga eru til sölu í verslun Hamleys við Regent Street í London.
Rúmlega 50 þúsund tegundir leikfanga eru til sölu í verslun Hamleys við Regent Street í London. Vísir/AFP
Forsvarsmenn Hamleys leikfangaverslunarinnar íhuga að opna verslanir í Bandaríkjunum. Mögulegar staðsetningar í New York, Chicago, Los Angeles og á um tuttugu flugvöllum eru nú til skoðunar. Hamleys er vinsælasta og elsta verslun af sinni tegund í Bretlandi.

Verslunum fyrirtækisins hefur fjölgað mjög frá árinu 2012, síðan skipt var um eigendur. Þær eru nú 40 víða um heim. Til dæmis í Moskvu og í Sádi-Arabíu. Íslendingurinn Guðjón Reynisson, er forstjóri fyrirtækisins og hann hefur verið í þeirri stöðu í tíu ár.

Þrátt fyrir að fyrirtækinu hafi gengið vel víða um heim, hefur ekki tekist að koma fyrirtækinu á laggirnar í Bandaríkjunum.

Samkvæmt vef Daily Mail eru meira en 50 þúsund tegundir leikfanga til sölu í stærstu verslun fyrirtækisins við Regent Street í London, en verslunin er á sjö hæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×