„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2014 20:26 Dagskrá Alþingis fór úr skorðum í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggur til að átta virkjanir sem nú eru í biðflokki fari í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir þetta stríðsyfirlýsingu af hálfu ríkisstjórnarinnar og enn eitt dæmið um hversu átakasækin hún sé. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggði til breytingartillögu á þingsályktun umhverfisráðherra um að auk Hvammsvirkjunar, færu Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun, tvær Hágönguvirkjanir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsá við Atley úr biðflokki í nýtingarflokk. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar greindi frá þessu á fundi nefndarinnar í morgun og sagði fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni að aðeins ætti að gefa umsagnaraðilum viku til að gera athugasemdir við þetta. „Mér þetta vera svo ruddaleg vinnubrögð að ég treysti því að forseti grípi hér inn í,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan fruntaskap í þessu máli. „Það er auðvitað mjög alvarlegt ef það er ekki hægt að treysta því að þessi ríkisstjórn sé tilbúin að standa með lögum sem hér hafa verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum fyrir örfáum árum síðan. Og fela í sér tilraun til sáttar í erfiðasta deilumáli þjóðarinnar undanfarna áratugi. Þetta er ótrúlegt að upplifa,“ sagði Árni Páll Árnason. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði athyglivert að hlusta á stór orð þeirra sem studdu síðustu ríkisstjórn í þessu máli. „Og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði að með þessu væri rammaáætlun höfð að engu. „Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Dagskrá Alþingis fór úr skorðum í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggur til að átta virkjanir sem nú eru í biðflokki fari í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir þetta stríðsyfirlýsingu af hálfu ríkisstjórnarinnar og enn eitt dæmið um hversu átakasækin hún sé. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggði til breytingartillögu á þingsályktun umhverfisráðherra um að auk Hvammsvirkjunar, færu Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun, tvær Hágönguvirkjanir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsá við Atley úr biðflokki í nýtingarflokk. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar greindi frá þessu á fundi nefndarinnar í morgun og sagði fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni að aðeins ætti að gefa umsagnaraðilum viku til að gera athugasemdir við þetta. „Mér þetta vera svo ruddaleg vinnubrögð að ég treysti því að forseti grípi hér inn í,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan fruntaskap í þessu máli. „Það er auðvitað mjög alvarlegt ef það er ekki hægt að treysta því að þessi ríkisstjórn sé tilbúin að standa með lögum sem hér hafa verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum fyrir örfáum árum síðan. Og fela í sér tilraun til sáttar í erfiðasta deilumáli þjóðarinnar undanfarna áratugi. Þetta er ótrúlegt að upplifa,“ sagði Árni Páll Árnason. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði athyglivert að hlusta á stór orð þeirra sem studdu síðustu ríkisstjórn í þessu máli. „Og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði að með þessu væri rammaáætlun höfð að engu. „Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira