Tchenguiz vill 400 milljarða frá Kaupþingi, Jóhannesi og fleirum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. nóvember 2014 18:21 Tchenguiz vill meina að slitastjórn og skilanefnd Kaupþings hafi platað SFO til að rannsaka hann. Fyrir vikið hafi hann misst af viðskiptatækifærum og þurft að greiða hærri vexti en ella. Vísir Bresk-íranski fasteignamógúllinn Vincent Tchenguiz hefur höfðað 2,2 milljarða punda skaðabótamál á hendur endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings, Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, meðlimi slitastjórnarinnar, og fleiri aðilum. Telegraph greinir frá. Málið er höfðað fyrir breskum dómstólum vegna tjóns sem hann varð fyrir í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar Serious Fraud Office á honum vegna meintra efnahagsbrota. Mál SFO var fellt niður. Tchenguiz telur að Grant Thornton, Kaupþing og starfsmenn þeirra beri ábyrgð á tilhæfulausri rannsókn á hendur sér. Serious Fraud Office þurfti í júlí síðastliðnum að biðja Tchenguiz opinberlega afsökunar og greiða honum 3 milljónir punda í miskabætur. Auk áðurnefndra aðila hefur Tchenguiz höfðað mál á hendur Stephen Akers og Hossein Hamedani sem eru hluthafar og starfsmenn Grant Thornton. Málsókn Tchenguiz byggir á því að þessir aðilar hafi unnið saman að því að fá SFO til að rannsaka sig í þeirri von að það leiddi til ógildingar á 1,6 milljarða punda kröfu hans á Kaupþing banka. Upphæðin sem Tchenguiz vill fá er tvískipt; annarsvegar 1,6 milljarða punda krafan sem hann lagði upphaflega fram og svo skaðabætur fyrir töpuð viðskiptatækifæri og verri lánakjara vegna rannsóknarinnar að andvirði 600 milljóna punda. Samtals er um að ræða jafnvirði rúmlega 427 milljarða króna. Til að setja upphæðina í samhengi er það rúmlega hundrað milljörðum króna meira en íslenska ríkið leggur til velferðar og menntamála í ár.UppfærtÍ frétt Telegraph segir að Stephen Akers og Hossein Hamedani hafi setið í skilanefnd Kaupþings banka. Það er hins vegar ekki rétt og hefur nú verið leiðrétt í frétt Vísis. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bresk-íranski fasteignamógúllinn Vincent Tchenguiz hefur höfðað 2,2 milljarða punda skaðabótamál á hendur endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings, Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, meðlimi slitastjórnarinnar, og fleiri aðilum. Telegraph greinir frá. Málið er höfðað fyrir breskum dómstólum vegna tjóns sem hann varð fyrir í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar Serious Fraud Office á honum vegna meintra efnahagsbrota. Mál SFO var fellt niður. Tchenguiz telur að Grant Thornton, Kaupþing og starfsmenn þeirra beri ábyrgð á tilhæfulausri rannsókn á hendur sér. Serious Fraud Office þurfti í júlí síðastliðnum að biðja Tchenguiz opinberlega afsökunar og greiða honum 3 milljónir punda í miskabætur. Auk áðurnefndra aðila hefur Tchenguiz höfðað mál á hendur Stephen Akers og Hossein Hamedani sem eru hluthafar og starfsmenn Grant Thornton. Málsókn Tchenguiz byggir á því að þessir aðilar hafi unnið saman að því að fá SFO til að rannsaka sig í þeirri von að það leiddi til ógildingar á 1,6 milljarða punda kröfu hans á Kaupþing banka. Upphæðin sem Tchenguiz vill fá er tvískipt; annarsvegar 1,6 milljarða punda krafan sem hann lagði upphaflega fram og svo skaðabætur fyrir töpuð viðskiptatækifæri og verri lánakjara vegna rannsóknarinnar að andvirði 600 milljóna punda. Samtals er um að ræða jafnvirði rúmlega 427 milljarða króna. Til að setja upphæðina í samhengi er það rúmlega hundrað milljörðum króna meira en íslenska ríkið leggur til velferðar og menntamála í ár.UppfærtÍ frétt Telegraph segir að Stephen Akers og Hossein Hamedani hafi setið í skilanefnd Kaupþings banka. Það er hins vegar ekki rétt og hefur nú verið leiðrétt í frétt Vísis.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira