17 ára unglingur tryggði sér 180 milljónir króna um helgina 27. nóvember 2014 22:45 Lydia Ko hafði ríka ástæðu til að fagna um síðustu helgi. AP Hin 17 ára Lydia Ko, sem hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn í golfheiminum en hún kórónaði frábært ár á LPGA-mótaröðinni um síðustu helgi með því að sigra á CME Group Tour meistaramótinu sem haldið var á Ritz Carlton vellinum í Flórída. Ko sigraði mótið eftir spennandi bráðabana við hina spænsku Carlottu Ciganda og Julieta Granada frá Paragvæ. Fyrir sigurinn fékk Ko rúmlega 60 milljónir íslenskra króna en þar sem hún sigraði einnig á tveimur öðrum mótum á árinu endaði hún efst á stigalista í lokamótaröð LPGA-mótaraðarinnar. Fyrir það fékk hún aukalega 120 milljónir króna. „Þegar að ég gekk inn og sá allan þennan pening í kistu í klúbbhúsinu hugsaði ég með mér hvað það væri magnað að sigra þetta, ég hef aldrei séð jafn mikinn pening á einum stað,“ sagði Ko við fréttamenn eftir hringinn. Ko var þó ekki eina sem fagnaði mikið eftir lokahringinn á CME Group Tour meistaramótinu en Bandaríski kylfingurinn Stacey Lewis kórónaði sögulega þrennu með því að vera valin kylfingur ársins á LPGA-mótaröðinni, að vera með besta meðalskorið á mótaröðinni og fyrir að hafa halað inn mestum pening á árinu. LPGA-mótaröðin fer núna í frí en hefst aftur í janúar á næsta ári. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hin 17 ára Lydia Ko, sem hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn í golfheiminum en hún kórónaði frábært ár á LPGA-mótaröðinni um síðustu helgi með því að sigra á CME Group Tour meistaramótinu sem haldið var á Ritz Carlton vellinum í Flórída. Ko sigraði mótið eftir spennandi bráðabana við hina spænsku Carlottu Ciganda og Julieta Granada frá Paragvæ. Fyrir sigurinn fékk Ko rúmlega 60 milljónir íslenskra króna en þar sem hún sigraði einnig á tveimur öðrum mótum á árinu endaði hún efst á stigalista í lokamótaröð LPGA-mótaraðarinnar. Fyrir það fékk hún aukalega 120 milljónir króna. „Þegar að ég gekk inn og sá allan þennan pening í kistu í klúbbhúsinu hugsaði ég með mér hvað það væri magnað að sigra þetta, ég hef aldrei séð jafn mikinn pening á einum stað,“ sagði Ko við fréttamenn eftir hringinn. Ko var þó ekki eina sem fagnaði mikið eftir lokahringinn á CME Group Tour meistaramótinu en Bandaríski kylfingurinn Stacey Lewis kórónaði sögulega þrennu með því að vera valin kylfingur ársins á LPGA-mótaröðinni, að vera með besta meðalskorið á mótaröðinni og fyrir að hafa halað inn mestum pening á árinu. LPGA-mótaröðin fer núna í frí en hefst aftur í janúar á næsta ári.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira