Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann féllu í gær úr norsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Mjöndalen í tveimur umspilsleikjum. Litla liðið frá Mjöndalen spilar því í úrvalsdeildinni næsta sumar.
Staðarblöðin í Bergen eru dramatísk í umfjöllun sinni í morgun og bæði helga þau allir forsíðu sinni undir tíðindi gærkvöldsins.
Bergens Tidende er með svarta forsíð þar sem aðeins kemur fram hvaða ár Brann-liðið hefur fallið úr deildinni en það er 1964, 1979, 1981, 1983, 1985 og nú 2014.
Bergenavisen er aftur á móti með stóra mynd af Brann Stadion og fyrirsögnina "Góða nótt, Brann"
Birkir Már er á förum frá Brann en hann var mikið út í kuldanum á þessu erfiða tímabili fyrir knattspyrnuáhugamenn í Bergen.
Brann er eitt af stóru félögunum í norskri knattspyrnu og varð síðast Noregsmeistari árið 2007. Liðið varð einnig norskur meistari 1962 og 1963 auk þess að vinna norska bikarinn sex sinnum síðast 2004.
Góða nótt, Brann
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn


Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn


„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti
