Innlent

Vilja ekki hæfustu konuna eða hæfasta Sunnlendinginn

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ernir
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að velja eigi hæfasta einstaklinginn í embætti innanríkisráðherra, en ekki hæfasta Sunnlendinginn eða hæfustu konuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Því er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hvattur til að velja hæfasta einstaklinginn í embætti innanríkisráðherra án tillits til kyns, búsetu eða annarra þátta sem hafa engin áhrif á hæfi fólks.“

Í tilkynningunni segir að einstaklingar eigi að vera metnir að eigin verðleikum, en ekki á grundvelli eiginleika sem þeir hafa enga stjórn á.

Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna minni Bjarna fyrr í dag "á mikilvægi þess að gæta að kynjahlutföllum í ríkisstjórn“. Þá skoruðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum á Bjarna að skipa Unni Brá Konráðsdóttur í embætti innanríkisráðherra.


Tengdar fréttir

Vilja Unni Brá sem innanríkisráðherra

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum skora á Bjarna Benediktsson að skipa Unni Brá Konráðsdóttur sem innanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×