Innlent

Hæstaréttardómarar ósammála: Þinghald í vændiskaupamáli verður lokað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ákæruvaldið krafðist þess að þinghald yrði opið en Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannanna, mótmælti því.
Ákæruvaldið krafðist þess að þinghald yrði opið en Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannanna, mótmælti því. Vísir/Getty
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdómur Reykjavíkur frá því fyrr í mánuðinum að þinghald skuli vera lokað í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. 

Ákæruvaldið krafðist þess að þinghald yrði opið en Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins mannanna, mótmælti því.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að þinghald eigi að vera lokað til að hlífa konunni sem maðurinn keypti vændi af. Er fallist á þá niðurstöðu með dómi Hæstaréttar.

Einn dómaranna, Guðrún Erlendsdóttir, skilaði sératkvæði í málinu.

Vísaði hún í greinargerð með frumvarpi um að kaup á vændi skyldu vera refsiverð, en þar kom fram að tilgangur laganna væri að sporna við sölu á kynlífi. Að mati Guðrúnar verður þeim tilgangi frekar náð með því að hafa þinghald í vændiskaupamálum opið.


Tengdar fréttir

Lokað þinghald í vændiskaupamáli

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×