„„Evrópumótið hefur ávallt verið stór viðburður á fjögurra ára fresti og verður enn stærri nú,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, í fréttatilkynningu. Leikir Íslands verða í opinni dagskrá.
Íslenska karlalandsliðið hefur farið afar vel af stað í A-riðli undankeppninnar. Liðið hefur unnið þrjá leiki af fjórum og á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppni stórmóts í fyrsta skipti. Tvö efstu sætin í riðlinum gefa sæti í lokakeppninni og sömuleiðis það lið í þriðja sæti með bestan árangur. Þá fara liðin sem hafna í þriðja sæti riðlanna í umspil. Evrópumótið var stækkað þannig að nú komast 24 lið í lokakeppnina.
„Þetta er stórt verkefni sem við ráðumst í en hlökkum bara til. Skjárinn sýndi enska boltann fyrir nokkrum árum ásamt öðrum íþróttum og við erum vel í stakk búin að tryggja landsmönnum taumlausa skemmtun sumarið 2016,“ segir Friðrik í tilkynningunni.
Hvorki náðist í Friðrik né Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra sjónvarps á RÚV, við vinnslu fréttarinnar.

Evrópukeppnin í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2016 í Frakklandi verður sýnd á Skjánum. Frábær byrjun íslenska landsliðsins í undankeppninni gefur vonir um að okkar menn spili í Frakklandi. Verði sá draumur að veruleika mun Skjárinn tryggja landsmönnum leikina með Íslandi í opinni dagskrá.
„Það er ekki spurning,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, sem fagnar því að Skjárinn hafi tryggt sér sýningarréttinn.
„Evrópumótið hefur ávallt verið stór viðburður á fjögurra ára fresti og verður enn stærri nú. Hvort tveggja kemur til að í fyrsta sinn leika 24 lið í úrslitunum og þessi möguleiki að Íslendingar eigi í fyrsta sinn lið á mótinu.“
Friðrik segir Skjáinn ætla leggja metnað í að skemmta landanum og standa vel að útsendingum. „Þetta er stórt verkefni sem við ráðumst í en hlökkum bara til. Skjárinn sýndi enska boltann fyrir nokkrum árum ásamt öðrum íþróttum og við erum vel í stakk búin að tryggja landsmönnum taumlausa skemmtun sumarið 2016.“