Molde varð í dag norskur bikarmeistari þegar liðið lagði Odd Grenland 2-0 í úrslitaleiknum. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn í stöðunni 0-0 þegar tuttugu mínútur voru eftir.
Molde varð norskur meistari á dögunum og vann því tvöfalt í ár. Odd Grenland hafnaði í þriðja sæti í deildinni.
Björn Bermgann kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og þremur mínútum síðar kom Fredrik Gulbrandsen liðinu yfir.
Mohamed Elyounoussi gulltryggði Molde bikarmeistaratitilinn á síðustu mínútu leiksins.
Fótbolti